Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ásmundur Friðriksson (ÁsF)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2013 2024  suður  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. janúar 1956 (1956-01-21) (68 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Árið 2017 fékk Ásmundur 4,6 milljónir íslenskra króna endurgreiddar frá Alþingi fyrir aksturskostnað. Þetta jafngilti um 385.000 kr. í aksturskostnað á mánuði og var mesti aksturskostnaður nokkurs Alþingismanns á þessu tímabili. Á árinu keyrði Ásmundur um 47.644 kílómetra, sem jafngilti því að keyra 36 sinnum í kringum Ísland.[1] Frá árinu 2013 til loka ársins 2018 fékk Ásmundur tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar frá Alþingi í aksturskostnað. Hann endurgreiddi Alþingi 178 þús­und kr. í lok nóvember 2018 þar sem hann taldi það geta „orkað tvímælis“ að blanda ferðum sínum um Suðurkjördæmi við ferðir sínar með tökuliði ÍNN.[2][3]

Þann 25. febrúar árið 2018 sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í viðtali í sjónvarpsþættunum Silfrinu að „rökstuddur grunur“ væri á að Ásmundur hefði dregið sér fé úr almannasjóðum í formi akstursgreiðsla til þingmanna.[4] Ásmundur kvartaði í kjölfarið yfir Þórhildi til siðanefndar Alþingis vegna ummæla hennar. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu þann 17. júní 2018 að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með því að skaða ímynd þingsins með órökstuddum aðdróttunum um refsiverða háttsemi þingmanna.[5] Forsætisnefnd staðfesti þá ályktun þann 26. júní 2019.[6]

Þann 9. desember 2019 sendi Ásmundur Lili­ane Maury Pasqu­i­er, forseta Evrópuráðsþingsins, bréf þar sem hann benti á brot Þórhildar gegn siðareglum Alþingis og lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum sínum á Evropuráðsþinginu.[7] Í svari sínu til Ásmundar sagðist Pasquier ekkert munu aðhafast þar sem ekkert við atferli Þórhildar benti til spill­ing­ar eða brota á regl­um Evr­ópuráðsþings­ins.[8]

Ásmundur var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í september 2019.[9]

Tilvísanir

breyta
  1. Þórður Snær Júlíusson (9. febrúar 2018). „Ásmundur sá sem keyrði fyrir 385 þúsund krónur á mánuði“. Kjarninn. Sótt 18. desember 2019.
  2. Bára Huld Beck (9. febrúar 2018). „Ásmundur hefur fengið tæpar 23,5 milljónir í aksturskostnað á eigin bíl“. Kjarninn. Sótt 18. desember 2019.
  3. „Ásmundur Friðriksson ók fyrir 25 milljónir á 6 árum – Rukkaði fyrir að skutla tökufólki ÍNN“. Hringbraut. 17. maí 2019. Sótt 18. desember 2019.
  4. Birgir Olgeirsson (25. febrúar 2018). „Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé“. Vísir. Sótt 18. desember 2019.
  5. Freyr Gígja Gunnarsson (17. júní 2019). „Þórhildur Sunna sögð hafa brotið siðareglur“. RÚV. Sótt 18. desember 2019.
  6. Aðalheiður Ámundadóttir (19. júní 2019). „Brot Þórhildar Sunnu staðfest í forsætisnefnd“. Fréttablaðið. Sótt 18. desember 2019.
  7. Oddur Ævar Gunnarsson (18. desember 2019). „Sendi for­seta Evrópu­ráðs­þingsins erindi vegna Þór­hildar“. Fréttablaðið. Sótt 18. desember 2019.
  8. Al­ex­and­er Kristjáns­son (20. desember 2019). „Lagði til að Þór­hild­ur yrði svipt rétt­ind­um“. mbl.is. Sótt 20. desember 2019.
  9. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (2. september 2019). „„Alltaf erfitt að vera ekki í takt". mbl.is. Sótt 18. desember 2019.
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.