Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson (fæddur 10. mars 1977) lögfræðingur og hagfræðingur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2017. Hann var áður þingmaður 2003-2009 og var varaformaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009.
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) | |
![]()
| |
Fæðingardagur: | 10. mars 1977 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Hamborg, Þýskalandi |
Flokkur: | ![]() |
Þingsetutímabil | |
2003-2007 | í Reykv. s. fyrir Samf. |
2007-2009 | í Reykv. s. fyrir Samf. ✽ |
2017- | í Reykv. s. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2007-2009 | Formaður viðskiptanefndar |
2005-2009 | Varaformaður Samfylkingarinnar |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Ágúst Ólafur tók sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í lok ársins 2018 eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar gaf honum áminningu fyrir að verða sér „til háborinnar skammar“ í samskiptum við Báru Huld Beck, blaðamann hjá Kjarnanum.[1] Í yfirlýsingu sem Ágúst gaf út sagði hann að hann hefði látið særandi orð falla eftir að hún neitaði honum tvívegis um koss. Bára sagði hann síðar hafa dregið úr eigin áreitni í yfirlýsingunni og hann hafi í reynd ítrekað reynt að kyssa hana þrátt fyrir mótmæli hennar.[2]
Tilvísanir Breyta
- ↑ „Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast"“. DV. 7. desember 2018. Sótt 11. desember 2018.
- ↑ „Svar við yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar“. Kjarninn. 11. desember 2018. Sótt 11. desember 2018.
Tenglar Breyta
- „Ágúst Ólafur sækist ekki eftir endurkjöri til Alþingis“ á Vísi.is.
- „Ágúst Ólafur hættir“ á Mbl.is.