Þórarinn Ingi Pétursson

íslenskur stjórnmálamaður

Þórarinn Ingi Pétursson (fæddur 22. ágúst 1972) er alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Hann var fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar 2017 og kom nokkrum sinnum inn sem varamaður, en varð 9. þingmaður kjördæmisins við andlát Þórunnar Egilsdóttur 9. júlí 2021. Hann náði svo kjöri á þing í kosningunum 2021.

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP)
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2021  Norðaustur  Framsóknarfl.
Í hreppsnefnd Grýtubakkahrepps
frá til    flokkur
2018 2021  óbundin kosning
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. ágúst 1972 (1972-08-22) (52 ára)
Akureyri
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiHólmfríður Björnsdóttir
Börn3
MenntunBúfræðingur
Æviágrip á vef Alþingis

Þórarinn hefur verið sauðfjárbóndi frá 1994 en hann útskrifaðist sem búfræðingar frá Hólaskóla sama ár. Hann var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 2012–2016.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.