Þórarinn Ingi Pétursson
íslenskur stjórnmálamaður
Þórarinn Ingi Pétursson (fæddur 22. ágúst 1972) er alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Hann var fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar 2017 og kom nokkrum sinnum inn sem varamaður, en varð 9. þingmaður kjördæmisins við andlát Þórunnar Egilsdóttur 9. júlí 2021. Hann náði svo kjöri á þing í kosningunum 2021.
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Í hreppsnefnd Grýtubakkahrepps | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 22. ágúst 1972 Akureyri | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||
Maki | Hólmfríður Björnsdóttir | ||||||
Börn | 3 | ||||||
Menntun | Búfræðingur | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Þórarinn hefur verið sauðfjárbóndi frá 1994 en hann útskrifaðist sem búfræðingar frá Hólaskóla sama ár. Hann var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 2012–2016.