Halldóra Mogensen

íslenskur stjórnmálamaður

Halldóra Mogensen (f. 11. júlí 1979) er íslenskur stjórnmálamaður. Halldóra var kjörin á Alþingi í alþingiskosningunum 2016 fyrir Pírata og datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024. Halldóra hafði setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn á fyrra kjörtímabili frá 2013 til 2016. Halldóra hefur skrifað þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu eða borgaralaun. Halldóra sat á velferðarnefnd Alþingis á árunum 2017 til 2021. Halldóra var þingflokksformaður Pírata frá 2019 til 2023.

Halldóra Mogensen (HallM)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2024  Reykjavík n.  Píratar
Persónulegar upplýsingar
Fædd11. júlí 1979 (1979-07-11) (45 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurPíratar
Æviágrip á vef Alþingis

Heimildir

breyta