Knattspyrnufélagið Þróttur
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað 5. ágúst 1949 í herbragga við svonefnda Grímstaðavör við Ægissíðu. Stofnendur félagsins voru Halldór Sigurðsson kaupmaður, sem var fyrirmyndin að Tomma í bókum Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, og Eyjólfur Jónsson, síðar lögreglumaður og sundkappi.
Knattspyrnufélagið Þróttur | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélagið Þróttur | ||
Gælunafn/nöfn | Þróttarar Köttarar | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Þróttur (Skammstöfun: KÞ) | ||
Stofnað | 1949 | ||
Leikvöllur | Avis-Völlurinn | ||
Stærð | 2341 (341 í sæti) | ||
Knattspyrnustjóri | Sigurvin Ólafsson | ||
Deild | 1. deild | ||
2023 | 8. sæti í 1. deild | ||
|
Þrátt fyrir að vera í það fyrsta einungis knattspyrnufélag hafa Þróttarar keppt í öðrum greinum í gegnum tíðina, þó mest áhersla hafi verið lögð á knattspyrnuna síðustu ár. Félagið var starfrækt í vesturbæ Reykjavíkur til ársins 1969 þegar því úthlutað svæði við Sæviðarsund í póstnúmeri 104. Þar starfaði félagið til 1998 þegar því var formlega veitt svæði í Laugardalnum. Þar hefur félagið nú aðsetur. Formaður Þróttar er Finnbogi Hilmarsson
Knattspyrna
breytaÞróttur frá Reykjavík keppti fyrst á Íslandsmótinu í knattspyrnu 1953 en tapaði báðum leikjum sínum.. Þróttur var meðal þeirra sex liða sem kepptu í úrvalsdeild 1955 (fyrsta deildarkeppnin á Íslandi). Meistaraflokkur karla hjá Þrótti á það met að hafa unnið efstu deild oftast allra liða, en félagið hefur unnið efstu deild 10 sinnum. Þrívegis hefur liðið haldið sér í efstu deild lengur en eitt ár; fyrst 1978-1980 þá 1983-1985og loks 2008 - 2009. Þróttur hefur einu sinni fallið í 3. deildina og lék þar tvö leiktímabil, 198 og 1990. Ásgeir Elíasson hefur þjálfað Þrótt flest tímabil allra þjálfara meistaraflokks eða tíu (1981-1984 og 2000-2005). Þjálfarar síðustu árin hafa verið Magnús Jónatansson (1989-1991), Ólafur Jóhannesson (1992), Ágúst Hauksson (1993-1996), Willum Þór Þórsson (1997-1999), Ásgeir Elíasson (2000-2005), Atli Eðvaldsson (2005-2006), Gunnar Oddsson (2006-2009), Páll Einarsson (2009-2013), Zoran Milkjovic (2013), Gregg Ryder (2013-2018), Gunnlaugur Jónsson (2018-2019), Þórhallur Sigurgeirsson (2019), Gunnar Guðmundsson (2020), Guðlaugur Baldursson (2021) og svo Ian Jeffs (2022-)
Þróttarar lentu í öðru sæti í 1.deildinni árið 2015 og komust þar með upp í efstu deild. Árið 2016 lentu þeir í 12. sæti og féllu þá beint aftur í 1. deildinni. Gengi þeirra þar hefur farið versnandi og sluppu Þróttararnir við fall í lokaleik árið 2019 eftir 0-0 jafntefli við Aftureldingu. Árið 2020 hélt Þróttur sér uppi á markatölu eftir að mótið var blásið af vegna Covid-19 faraldurins.
Á síðustu árum hefur Þróttur teflt fram kvennaliði og lék liðið í efstu deild sumarið 2011 en féll. Liðið endurheimti sæti sitt árið eftir og keppti í Pepsi deild kvenna sumarið 2013. Eftir fall þar snér kvennaliðið aftur í Pepsi Max deild kvenna árið 2020.
Aðalgrein knattspyrnudeild Þróttar:
Handknattleikur
breytaStrax við stofnun bar á áhuga á handknattleiksdeild innan félagsins, bæði meðal karla og kvenna. Vísir að henni var stofnaður 1951 og voru lið félagsins skráð til keppni strax um það leyti. Árið 1972 varð Óli Kr. Sigurðsson formaður deildarinnar og næstu árin hófst gullöld Þróttar í handboltanum. Meistaraflokkur liðsins komst í efstu deild 1980 og varð bikarmeistari í apríl 1981. Árið eftir komst liðið svo í undanúrslit Evrópubikarkeppninarinnar, en beið að lokum lægri hlut fyrir Dukla frá Prag. En Adam var ekki lengi í paradís því næstu ár lá leiðin niður við með starf meistaraflokks, liðið féll í aðra deild vorið 1986. Á þessum tíma voru helstu burðarásar liðsins farnir, s.s. Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson; sem báðir áttu eftir að gera það gott í atvinnumennskunni næstu ár. Um haustið 1986 var staðan orðið svo slæm að ákveðið var að senda ekki lið í meistaraflokki til leiks. Flokkurinn var síðar endurvakinn, en dofnaði út af aftur og árið 1990 lagðist deildin endanlega út af. Þróttur sendi í fyrsta sinn í mörg ár meistaraflokk karla til leiks á Íslandsmót, árið 2007.
Blak
breytaÞróttur sendi fyrst lið til keppni í blaki, kvenna og karla, 1974. Síðan þá hefur liðið skipað sér í fremstu röð blakliða landsins. Karlaliðið hefur orðið Íslandsmeistari 1977, 1981, 1982, 1983, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990, 1996, 1997, 1999 og 2009. Auk þess hefur liðið orðið 14 sinnum bikarmeistari, fyrst 1977 og svo 1978, 1981, 1982, 1983, 1985, 1986, 1988, 1990, 1994, 1996, 1997, 1998 og nú síðast 2009. Kvennaliðið varð íslandsmeistari 1983 og svo aftur 2004, 2005, 2006 og 2007. Kvennalið Þróttar hefur orðið bikarmeistari þrisvar 2004, 2005 og nú síðast 2006.
Tennis
breytaTennisdeild Þróttar var stofnuð 1990.
Tilvísanir
breyta
Heimild
breytaJón Birgir Pétursson: Lifi Þróttur. Knattspyrnufélagið Þróttur. 50 ára saga öflugs knattspyrnufélags. (Reykjavík 1999).
Tenglar
breyta- Heimasíða Þróttar
- Heimasíða Köttaranna, stuðningsmanna Þróttar Geymt 18 ágúst 2010 í Wayback Machine
- IcelandFootball.net - Þróttur Reykjavík
|