Í Norðurlandsriðli lék einungis eitt lið, ÍBÍ, og vann því án keppni. Reiknað var með liðum frá Eyjafirði, Skagafirði, Húsavík, Siglufirði og jafnvel víðar en ekki varð af því.
Í Suðurlandsriðlinum léku 5 lið, ÍBV, Keflavík, ÍBH, Þróttur og Reynir en Reynisliðið var samsett af leikmönnum úr Sandgerði og af Keflavíkurflugvelli.
Ellert Sölvason, Lolli, stýrði liði ÍBÍ sem hefði getað farið upp í efstu deild með einungis einum sigri, hefðu þeir unnið ÍBH í eina leik þeirra á tímabilinu. Ellert vann 8 Íslandsmeistaratitla með Val á árunum 1936-1945