2. deild karla í knattspyrnu 1956
Í annað skiptið var leikið í 2. deild karla í knattspyrnu árið 1956.
ÍBH vann þetta mót eftir úrslitaleik við ÍBÍ, en leikið var í tveimur riðlum.
Norðurriðill
breytaÍ Norðurlandsriðli lék einungis eitt lið, ÍBÍ, og vann því án keppni. Reiknað var með liðum frá Eyjafirði, Skagafirði, Húsavík, Siglufirði og jafnvel víðar en ekki varð af því.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ÍBÍ | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | +0 | 0 | Í umspil |
Suðurriðill
breytaÍ Suðurlandsriðlinum léku 5 lið, ÍBV, Keflavík, ÍBH, Þróttur og Reynir en Reynisliðið var samsett af leikmönnum úr Sandgerði og af Keflavíkurflugvelli.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ÍBH | 4 | 4 | 0 | 0 | 14 | 5 | +9 | 8 | Í umspil | |
2 | Keflavík | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 | 5 | +2 | 5 | ||
3 | ÍBV | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 5 | +0 | 2 | ||
4 | Þróttur | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 7 | -5 | 1 | ||
5 | Reynir | 2 | 0 | 0 | 2 | 3 | 9 | -6 | 0 |
Töfluyfirlit
breytaÚrslit (▼Heim., ►Úti) | |||||
ÍBH | 3-0 | 3-2 | 3-1 | 5-2 | |
Keflavík | 2-0 | 1-1 | 4-1 | ||
ÍBV | 3-0 | [1] | |||
Þróttur | [2] | ||||
Reynir |
Úrslitaleikur
breytaÚrslitaleikurinn var leikinn á milli ÍBH og ÍBÍ. Albert Guðmundsson skoraði tvisvar fyrir Hafnfirðinga og skaut þeim upp í efstu deild.
Lið | Úrslit | Lið | ||
---|---|---|---|---|
ÍBH | 2-0 | ÍBÍ |
Fróðleikur
breyta- Ellert Sölvason, Lolli, stýrði liði ÍBÍ sem hefði getað farið upp í efstu deild með einungis einum sigri, hefðu þeir unnið ÍBH í eina leik þeirra á tímabilinu. Ellert vann 8 Íslandsmeistaratitla með Val á árunum 1936-1945
Sigurvegarar 2. deildar 1956 |
---|
ÍBH Upp í 1. deild |
Fyrir: 2. deild 1955 |
B-deild | Eftir: 2. deild 1957 |