Sigurður Valur Sveinsson

(Endurbeint frá Sigurður Sveinsson)

Sigurður Valur Sveinsson (eða Siggi Sveins) (fæddur 5. mars 1959) er íslenskur handknattleiksmaður. Hann spilaði með landsliðinu í fjölda ára, alls 242 landsleiki. Sigurður skoraði alls 736 mörk á ferli sínum með landsliðinu og er 5. markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Árið 1969 byrjaði Sigurður að æfa með Þrótti, bæði í handbolta og nokkru fyrr í knattspyrnu. Tímabilið 1975-1976 varð hann Reykjavíkurmeistari með Þrótti 16 ára gamall og Íslandsmeistari í 3. flokki. Árið 1977 spilaði Sigurður fyrsta A-landsleikinn sinn. Leikið var í Vestmannaeyjum gegn Dönum. Árið eftir lék hann með Olympíu í Svíþjóð. 1979-1980 var hann aftur kominn til Þróttar. Liðið komst upp úr 2. deild. 1980-1981 urðu Þróttarar bikarmeistarar og í 2. sæti í 1. deild. 1981-1982 var hann með Þrótti og lenti í 3. sæti í 1. deild. Liðið var slegið út í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa af Dukla Prag.

1982-1983 lék Sigurður eitt ár með Nettelstedt í Þýskalandi. Tímabilið 1983-1988 lék hann með Lemgó í Þýskalandi og varð markakóngur í 1. deild einn veturinn. 1988-1990 lék hann með Val og liðið varð bikarmeistari. 1989-1990 lék Sigurður með Dortmund í Þýskalandi og varð markakóngur í 2. deild. 1990-1991 lék Sigurður með Atletico Madrid á Spáni. 1991-1992 lék hann með Selfossi og liðið tapaði fyrir FH í úrslitakeppninni.

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.