Í Norðurlandsriðli léku fjögur lið: ÍBÍ, HSÞ, ÍBA og lið frá Skagafirði. Lið KS frá Siglufirði skráði sig til keppni en dró sig síðan úr keppni þegar á hólminn var komið.
Úrslitaleikurinn var leikinn á milli Þróttar og ÍBÍ. Þróttur vann með mörkum frá Ómari Magnússyni, William Shireffs og Helga Árnasyni. Erling Sigurlaugsson komst á blað fyrir Ísfirðinga.