2. deild karla í knattspyrnu 1963
Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 9. skiptið árið 1963. Horfið var aftur til tvöfaldrar riðlaskiptingar eins og hafði verið árin áður, þó var þeim ekki skipt eftir landshlutum.
Þróttur og Breiðablik léku til úrslita í markaleik, en hann endaði 9-0 fyrir Þrótt.
A riðill
breytaÍ A riðli léku lið: ÍBV og Breiðablik.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Breiðablik | 2 | 1 | 1 | 0 | 6 | 2 | -4 | 3 | Í úrslitaleik | |
2 | ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 | 6 | -4 | 1 |
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | ||
Breiðablik | 4-0 | |
ÍBV | 2-2 |
Reynir Sandgerði og Dímon úr Landeyjum hættu keppni eftir að hafa gefið leiki sína gegn ÍBV (Reynir) og Breiðablik (Dímon). Dímon hafði tapað 11-3 fyrir Reyni og Reynir keppt tvo leiki við Breiðablik og tapað báðum með samanlagðri markatölu 2-5.
B riðill
breytaÍ B riðli léku ÍBH, Þróttur, KS og ÍBÍ
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þróttur | 6 | 4 | 1 | 1 | 17 | 9 | +8 | 9 | Í úrslitaleik | |
2 | ÍBH | 6 | 3 | 1 | 2 | 18 | 13 | +5 | 7 | ||
3 | KS | 6 | 2 | 1 | 3 | 16 | 21 | -5 | 5 | ||
4 | ÍBÍ | 6 | 1 | 1 | 4 | 10 | 18 | -8 | 3 |
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | ||||
Þróttur | 5-1 | 5-2 | 0-0 | |
ÍBH | 5-0 | 5-3 | 4-1 | |
KS | 0-3[1] | 2-2 | 3-2 | |
ÍBÍ | 1-4 | 2-1 | 4-6 |
Úrslitaleikur
breytaÚrslitaleikurinn var leikinn á milli Þróttar og Breiðabliks. Þróttarar sigruðu 9-0, sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri. Haukur Þorvaldsson skoraði þrjú mörk, Ómar Magnússon og Axel Axelsson tvö mörk hvor og Jens Karlsson og Þorvarður Björnsson skoruðu sitt markið hvor.
Lið | Úrslit | Lið | ||
---|---|---|---|---|
Þróttur | 9-0 | Breiðablik |
Fróðleikur
breyta- Fresta þurfti leik Dímon úr Landeyjum gegn ÍBV því að flugvél þeirra hringsólaði um Vestmannaeyjar án þess að geta lent, hinn 4. júní.
- Einungis 7 liðsmenn Dímon mættu til leiks er þeir áttu að keppa við Breiðablik og urðu þeir því að gefa leikinn, þeir hættu keppni skömmu eftir það atvik.
- KS tapaði heimaleik sínum gegn Þrótti á ákæru sem snérist um 16 ára pilt, Sigurjón Erlendsson, sem ekki hafði tilskildan aldur til að taka þátt í leikjum á vegum meistaraflokks.
- Úrslitaleikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli en var seinkað, vegna kærumálsins, frá 9. september til 28. september. Hann fór því fram á grasvellinum í Njarðvík í norðanstrekkingi.
Sigurvegarar 2. deildar 1963 |
---|
Þróttur Upp í 1. deild |
Fyrir: 2. deild 1962 |
B-deild | Eftir: 2. deild 1964 |
Heimildir
breyta- ↑ Þróttur vann kærumál gegn KS sem notaði ólöglegan leikmann í leik liðanna, en KS vann leikinn 4-2. Þrótti var dæmdur sigur. Hefði KS unnið hefðu liðin þrjú endað öll jöfn með 7 stig og sérstakt umspil milli þeirra hefðu þurft til að skera úr um hvaða lið myndi vinna riðilinn.