Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 13. sinn árið 1967. Leikið var í tveimur riðlum. Þetta ár var í fyrsta skiptið sem liðin áttu það á hættu að falla úr B-deild niður í C-deild, sem hafði verið stofnuð ári áður.
Leiknir voru samtals 3 leikir um fall þetta ár, allir á milli KS og ÍBÍ. Fyrsta leiknum lauk með 1-1 jafnteli eftir framlengingu, en leikar stóðu 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Annar leikur var settur á, en hann tafðist vegna kærumála og var fyrst spilaður sumarið eftir, og fór hann einnig 1-1. Leika þurfti því þriðja leikinn. Ísfirðingar unnu þá 5-1