Íþróttafélagið Mílan

Íþróttafélagið Mílan er íþróttafélag á Selfossi og leikur handknattleik í 1. deild tímabilið 2017/18.

Íþróttafélagið Mílan
Fullt nafn Íþróttafélagið Mílan
Gælunafn/nöfn Mílan
Stofnað 17. júlí, 2014
Völlur Vallaskóli
Fjöldi sæta 820
Þjálfari Örn Þrastarson
Deild 1. deild
2016/17 12. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Saga breyta

Stofnun félagsins breyta

17. júlí var haldinn á Selfossi stofnfundur hjá nýju íþróttafélagi. Félagið ber heitið Íþróttafélagið Mílan og hefur handknattleik á stefnuskrá sinni.

Á stofnfundi ÍF Mílan var kosin stjórn félagsins en hana skipa Birgir Örn Harðarson, formaður, Eyþór Jónsson, gjaldkeri og Örn Þrastarson, Aron Valur Leifsson og Atli Kristinsson, meðstjórnendur.

Fyrst um sinn verður bara starfræktur meistaraflokkur karla en um þrjátíu einstaklingar eru nú þegar í hópnum. Félagarnir ætla sjálfir að standa undir kostnaði við æfingar og þjálfun en stefnt er að því að æfa 2–3 í viku. Heimavöllur liðsins verður í Vallaskóla á Selfossi. Liðið hyggst þó spila einhverja leiki á öðrum handboltavöllum á Suðurlandi eins og t.d. Hellu, Hvolsvelli og Laugarvatni. Búningur liðsins verður græn treyja og hvítar buxur.
[1]

Fyrsta tímabilið breyta

ÍF. Mílan fékk leyfi frá ÍSÍ til að leika handknattleik í 1. deild tímabilið 2014/15. Fyrsti opinberi leikur liðsins var laugardaginn 20. september 2014 gegn Hamrarnir. Magnús Már Magnússon hlaut þann heiður að skora fyrsta opinbera mark ÍF. Mílan. leikurinn endaði með öruggum sigri Mílan 21-15(9-7).[2]

Eyvindur Hrannar Gunnarsson varð fyrstur leikmanna ÍF. Mílan til að fá rautt spjald í leik gegn ÍH sem tapaðist 24-23(12-13) í Kaplarika 26. september 2014.

8. febrúar 2015 spilaði ÍF. Mílan við KR og gerðu liðin jafntefli 27-27(13-13). Í leiknum setti Örn Þrastarson markamet fyrir ÍF. Mílan í einum leik þegar hann skoraði 14 mörk.

ÍF. Mílan lauk sínu fyrsta tímabili með sigri á ÍH 22-31 Í Kaplakrika sem skilaði liðinu 7 sæti í 1. deild karla með 10 stig. En liðinu var spáð 8 sæti í spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í 1.deild.

Á stjórnarfundi ÍF. Mílan 28. apríl 2015 var kosin ný stjórn félagsins en hana skipa Birgir Örn Harðarson, formaður, Eyþór Jónsson, gjaldkeri, Atli Kristinson, Leifur Örn Leifsson, Marinó Geir Lilliendahl og Örn Þrastarson, meðstjórnendur.

Annað tímabilið í 1. deild karla breyta

ÍF. Mílan hóf sitt annað tímabil í 1. deild karla með sigri á Fjölni 24-22 í Vallaskóla föstudagskvöldið 18. september 2015. Í leiknum jafnaði Atli Kristinsson markamet ÍF. Mílan í einum leik þegar hann skoraði 14 mörk. Mílan spilaði sinn fyrsta bikarleik í sögu félagsins mánudagskvöldið 26. október 2015. í 32-liða úrslitum gegn Fjölni. Liðið tapaði leiknum 22-27. ÍF. Mílan endaði í 6 sæti á sínu öðru tímabili í 1.deild karla með 13 stig. Atli Kristinsson var annað tímabilið í röð markahæstur með 99 mörk þrátt fyrir að spila einungis 11 af 21 leik liðsins.

Þriðja tímabil í 1. deild karla breyta

Mílan hóf tímabilið í 1. deild karla á því að gera jafntefli við ÍR 22-22. Næst leikur liðsins var gegn Hömrunum sem vannst 30-27. Liðið hinsvegar tapaði næstu 20 leikjum og enduðu neðstir í 1. deild karla með 3 stig í 12 sæti. Atli Kristinsson varð markahæstur þriðja árið í röð með 77 mörk í 11 af 22 leikjum liðsins. Eyþór Jónsson varð leikjahæsti leikmaður Mílan á tímabilinu með því að spila sinn 55 leik.

Handknattleiksdeild breyta

 
ÍF. Mílan eftir fyrsta leik

Leikmenn Meistaraflokks breyta

(Síðast uppfært 29. október, 2015)

 • Markmenn
  • 12   Bogi Pétur Thorarensen
  • 16   Stefán Ármann Þórðarson
  • 21   Ástgeir Rúnar Sigmarsson
  • 91   Sverrir Andrésson
 • Hornamenn
  • 3   Gísli Guðjónsson
  • 5   Atli Marel Vokes
  • 17   Ársæll Einar Ársælsson
  • 18   Birgir Örn Harðarson
  • 19   Róbert Daði Heimisson
  • 20   Leifur Örn Leifsson
  • 22   Eyþór Jónsson
  • 23   Guðmundur Garðar Sigfússon
  • 24   Einar Sindri Ólafsson
  • 25   Ketill Heiðar Hauksson
  • 33   Marinó Geir Lilliendahal
  • 34   Sævar Ingi Eiðsson
  • 44   Jóhannes Snær Eiríksson
 • Línumenn
  • 14   Magnús Már Magnússon
  • 27   Ingvi Tryggvason
  • 29   Anton Örn Eggertsson
  • 31   Gunnar Páll Júlíusson
  • 82   Ómar Vignir Helgason
 • Útispilarar
  • 4   Ívar Grétarsson
  • 8   Atli Kristinsson
  • 9   Óskar Kúld Pétursson
  • 10   Viðar Ingólfsson
  • 11   Guðbjörn Tryggvason
  • 13   Árni Felix Gíslasson
  • 30   Sigurður Már Guðmundsson
  • 45   Gunnar Ingi Jónsson

Stjórn ÍF. Mílan breyta

 • Forseti
  • Birgir Örn Harðarson
 • Varaformaður
  • Örn Þrastaron
 • Gjaldkeri
  • Eyþór Jónsson
 • Ritari
  • Sigurþór Þórsson
 • Meðstjórnendur
  • Atli Kristinsson
  • Marinó Geir Lilliendahl

Liðstjórn ÍF. Mílan breyta

 • Þjálfarar
  • Örn Þrastarson
 • Aðstoðarþjálfari
  • Sebastian Popovic Alexandersson
 • Liðstjóri
  • Sigurþór Þórsson
 • Sjúkraþjálfarar
  • Árni Steinn Steinþórsson

Verðlaunahafar á Lokahófi breyta

 
Verðlaunahafar á lokahófi ÍF. Mílan

Lokahóf 2015 breyta

Verðlaun Verðlaunahafar
Leikmaður ársins Eyvindur Hrannar Gunnarsson
Sóknarmaður ársins Örn Þrastarson
Varnarmaður ársins Eyvindur Hrannar Gunnarsson
Bjartasta vonin Árni Felix Gíslason
Mark ársins Örn Þrastarson
Félagi ársins Birgir Örn Harðarson
Liðstjóri ársins Sigurþór Þórsson
Harðasti leikmaður ársins Rúnar Hjálmarsson
Markmaður ársins Ástgeir Rúnar Sigmarsson
Bestur í þjöppu Guðbjörn Tryggvason
Atvik ársins Guðbjörn Tryggvason
Bestur í fótbolta í upphitun Bogi Pétur Thorarensen
Mesta beljan Leifur Örn Leifsson
 
Verðlaunahafar á lokahófi 2016

Lokahóf 2016 breyta

Verðlaun Verðlaunahafar
Leikmaður ársins Ástgeir Rúnar Sigmarsson
Sóknarmaður ársins Atli Kristinsson
Varnarmaður ársins Sigurður Már Guðmundsson
Þjálfari ársins Sebastian Popovic Alexandersson
Bjartasta vonin Magnús Öder Einarsson
Mark ársins Guðbjörn Tryggvason
Félagi ársins Birgir Örn Harðarson
Liðstjóri ársins Sigurþór Þórsson
Harðasti leikmaður ársins Gunnar Ingi Jónsson
Markmaður ársins Ástgeir Rúnar Sigmarsson
Bestur í þjöppu Sigurður Már Guðmundsson
Atvik ársins Ibizaferð félagsins
Bestur í fótbolta í upphitun Einar Sindri Ólafsson
Mesta beljan Ómar Vignir Helgason
 
Verðlaunahafar á lokahófi 2017

Lokahóf 2017 breyta

Verðlaun Verðlaunahafar
Leikmaður ársins Atli Kristinsson
Sóknarmaður ársins Atli Kristinsson
Varnarmaður ársins Sigurður Már Guðmundsson
Bjartasta vonin Hlynur Steinn Bogason
Félagi ársins Birgir Örn Harðarson
Liðstjóri ársins Sigurþór Þórsson
Harðasti leikmaður ársins Ómar Vignir Helgason
Markmaður ársins Hermann Guðmundsson
Bestur í fótbolta í upphitun Bogi Pétur Thorarensen
Mesta beljan Hermann Guðmundsson
 
Verðlaunahafar á lokahófi 2018

Lokahóf 2018 breyta

Verðlaun Verðlaunahafar
Leikmaður ársins Páll Dagur Bergsson
Sóknarmaður ársins Páll Dagur Bergsson
Varnarmaður ársins Ómar Vignir Helgason
Bjartasta vonin Hannes Höskuldsson
Félagi ársins Birgir Örn Harðarson
Þjálfari ársins Sigurþór Þórsson
Liðstjóri ársins Sigurþór Þórsson
Harðasti leikmaður ársins Ómar Vignir Helgason
Markmaður ársins Hermann Guðmundsson
Mark ársins Jóhannes Snær Eiríksson
Bestur í fótbolta í upphitun Einar Sindri Ólafsson
Mesta beljan Hermann Guðmundsson
Bestur í þjöppu Hermann Guðmundsson

Tilvísanir breyta

 1. Guðmundur Karl. „IF Milan“, Sunnlenska, 14.09.2014, skoðað þann 21.09.2014.
 2. Guðmundur Karl. „Mílan sigraði í fyrsta leik“, Sunnlenska, 21.09.2014, skoðað þann 22.09.2014.

Tenglar breyta

   Þessi íþróttagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. deild karla í handknattleik • Lið í 1.deild karla 2015-2016  

  Fjölnir  •   Hamrarnir  •   HK  •   ÍH  •   KR  • Mílan  •   Selfoss  •
  Stjarnan  •   Víkingur  •   Þróttur R.