Visegrád-hópurinn

Visegrád-hópurinn, V4-löndin eða Evrópukvartettinn, er samstarfshópur fjögurra Mið-Evrópuríkja: Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Samstarfinu var komið á á leiðtogafundi Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands í kastalanum í Visegrád 15. febrúar 1991. Tilgangur þess var gagnkvæmur stuðningur ríkjanna við þróun frá stjórnkerfi kommúnismans og við inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Löndin hafa síðan átt víðtækt efnahagslegt, menningarlegt og hernaðarlegt samstarf.

Lönd Evrópusambandsins þar sem Visegrád-hópurinn er dökkblár.

Nafnið vísar í Visegrád-ráðstefnuna, þegar Jóhann 1. af Bæheimi, Karl 1. af Ungverjalandi og Kasimír 3. af Póllandi funduðu þar árið 1335.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.