9. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 801 til enda ársins 900.

Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir: 8. öldin · 9. öldin · 10. öldin
Áratugir:

801–810 · 811–820 · 821–830 · 831–840 · 841–850
851–860 · 861–870 · 871–880 · 881–890 · 891–900

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður
Skýringarmynd af lampa með sjálfstillandi kveik úr bók Ahmad ibn Mūsā ibn Shākir um vélar frá 850.

Á þessum tíma stóð endurreisn Karlunga sem hæst í Frankaveldi á sama tíma og Víkingaöld gekk yfir á Norðurlöndum og í Bretlandi. Norrænir landnemar settust að í Danalögum á Englandi, Dublin á Írlandi og skosku eyjunum, auk þess að nema land á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Íslandi, og stofna ríki í Rússlandi. Í Bagdad dró Hús viskunnar til sín marga fræðimenn og Muhammad ibn Musa al-Khwarizmi var skipaður yfirmaður þess árið 820. Arabíski lögspekingurinn Ahmad ibn Hanbal var hýddur fyrir kenningar sínar í valdatíð Abbasídakalífans Al-Mu'tasim. Á þessari öld stóð blómaskeið klassískrar javískrar menningar í konungsríkinu Mataram á Jövu. Bygging Búddahofsins Borobudur hófst þar líklega um 800. Um miðja öldina var konungsríkið Pagan stofnað þar sem nú er Mjanmar. Í Kína hnignaði Tangveldinu og náttúruhamfarir og lögleysa herjuðu á ríkið. Uppreisn Huang Chao varð upphafið að endalokum þess. Á þessari öld hrundi klassísk menning Maja vegna þurrka og borgarastyrjalda, og borgríkin Palenque, Copán, Tikal og Calakmul voru yfirgefin þegar fólk fluttist norður á bóginn.

Ár og áratugir

breyta
9. öldin: Ár og áratugir