Slavar eru indóevrópskur hópur sem finnst í Mið-Evrópu, Austur-Evrópu, Suðaustur-Evrópu, Norður-Asíu og Mið-Asíu. Slavar tala slavnesk tungumál og eiga sameinlegan menningarlegan og sögulegan uppruna. Á 6. öld dreifðust þeir um meginhluta Mið-, Austur- og Suðaustur-Evrópu. Hópar Slava fóru alla leið til Skandinavíu og umgengust þar norræna menn, meðan aðrir Slavar settust að í Litlu Asíu og Sýrlandi og störfuðu sem málaliðar fyrir Austrómverska ríkið og Araba. Seinna námu Austur-Slavar land í Síberíu og Mið-Asíu. Allar þjóðir Slava hafa flust um allan heim. Um helmingur Evrópu er byggður slavneskumælandi íbúum.

Evrópsk lönd þar sem slavneskt mál er opinbert     Vesturslavneskt      Austurslavneskt      Suðurslavneskt

Nú til dags skiptast Slavar í þrjá aðalflokka: Vestur-Slava (aðallega Pólverja, Tékka og Slóvaka), Austur-Slava (aðallega Rússa, Hvíta-Rússa og Úkraínumenn) og Suður-Slava (aðallega Bosníumenn, Serba, Króata, Búlgara, Makedóníumenn, Svartfellinga og Slóvena).

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.