Slesía

(Endurbeint frá Slésía)

Slesía (pólska Śląsk [ɕlɔ̃sk]; þýska Schlesien [ʃleːziːɛn]; slésísk þýska Schläsing; tékkneska Slezsko; slésíska Ślůnsk [ɕlonsk]; latína Silesia) er sögufrægt iðnaðarhérað í Mið-Evrópu, sem nú er að mestu leyti innan landamæra Póllands (héruðin Neðri Slesía, Opole og Slesía). Áin Odra rennur eftir héraðinu miðju. Stærsta borg þess er Wrocław en stærsta þéttbýlissvæðið stórborgarsvæði Slesíu umhverfis Katowice. Íbúar eru um átta milljónir.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Breslau
Flatarmál: 40.319 km²
Mannfjöldi: 4.935.823 (1905)
Þéttleiki byggðar: 122.41/km²
Lega

Slesía hefur tilheyrt ýmsum ríkjum í gegnum tíðina. Hún var hluti af Stór-Mæri á 9. öld og gerð að hertogadæmi undir stjórn erfingja stórhertoga Póllands árið 1138. Á 14. öld varð fyrrum hertogadæmið (sem þá var klofið í mörg hertogadæmi) hluti af löndum bæheimsku krúnunnar sem aftur urðu hluti af ríki Habsborgara árið 1526.

Árið 1742 lögðu Prússar héraðið undir sig og það varð síðar hluti af Þýskalandi.

Héraðið Slesía

breyta

(þýska: Provinz Schlesien, pólska: Prowincja Śląska) var hérað í Prússlandi frá 1815 til 1919. Slesía var hluti af prússneska ríkinu síðan 1740 og var stofnað sem hérað árið 1815 og varð síðan hluti af Þýska keisaraveldinu árið 1871. Árið 1919 var Slesíu skipt í héruðin Efri-Slesíu og Neðri-Slesíu sem hluti af Fríríkinu Prússlandi innan Weimar Þýskalands.

Undir þýskum yfirráðum efldist námavinnsla og málmiðnaður og héraðið iðnvæddist hratt eftir miðja 19. öld. Eftir fyrri heimsstyrjöld varð austurhluti héraðsins hluti Póllands eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og eftir síðari heimsstyrjöld var nær allt héraðið innan landamæra Póllands en litlir hlutar þess urðu þó eftir í Þýskalandi (Efri-Lúsatía) og Tékklandi (Tékkneska Slesía).

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.