Košice (slóvakíska: [ˈkɔʃɪʦɛ]; framburður; ungverska: Kassa; þýska: Kaschau; nýlatína: Cassovia) er næststærsta borg Slóvakíu, með um 240 þúsund íbúa (2018).

Košice
Košice er staðsett í Slóvakíu
Košice

48°43′N 21°15′A / 48.717°N 21.250°A / 48.717; 21.250

Land Slóvakía
Íbúafjöldi 238 757[1] (2018)
Flatarmál 242,8 km²
Póstnúmer 040 01–044 99
Myndir frá Košice.

Košice stendur við ána Hornád við austurenda Slóvakísku málmfjallanna, á mörkun Karpatafjalla og Pannónísku sléttunnar. Miðja borgarinnar er í um 20 km fjarlægð frá landamærum Ungverjalands í suðri, 70 km frá Úkraínu í austri og 70 km frá Póllandi í norðri. Í næsta nágrenni eru Prešov, þriðja stærsta borg landsins (40 km vegalengd til norðurs); Miskolc í Ungverjalandi (90 km til suðvesturs) og Uzhhorod í Úkraínu (100 km til austurs). Næstu stórborgir eru Bratislava (440 km til vesturs), Búdapest (260 km til suðvesturs) og Kraká (260 km til norðurs).

Heimildir

breyta
  1. „Population and migration“. Hagstofa Slóvakíu. Sótt 16. apríl 2019.

Tenglar

breyta

Opinber vefsíða Košice

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.