Þróað land eða iðnríki er ríki með háþróað efnahagskerfi og góðar tæknilegar innviðir miðað við önnur minna þróuð lönd. Þættirnir sem eru notaðir til að meta þróunarstig lands eru meðal annars landsframleiðsla, þjóðarframleiðsla og tekjur á mann. Einnig er tekið tillit til iðnvæðingarstigs, dreifingar innviða og lífsgæða almennt.

Lönd heimsins flokkuð eftir þróunarstigi lífsgæða frá og með 2014
  Mjög hátt
  Hátt
  Meðalstig
  Lágt
  Engin gögn

Í hagskerfum þróaðra landa skilar þjónustugreinin meiri tekjum en iðnaðargreinin, ólíkt í þróunarlöndum, sem eru enn að iðnvæðast, eða í vanþróuðum löndum þar sem landbúnaður skilar ennþá hæstu tekjum. Frá og með 2015 mynda þróuð lönd 60,8% landsframleiðslu heimsins miðað við nafnvirði og 42,9% landsframleiðslu heimsins miðað við kaupmáttarjöfnuð samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Sama ár voru stærstu efnahagskerfi heimsins Ástralía, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Suður-Kórea, Spánn og Þýskaland.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.