Norðausturkjördæmi
Norðausturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.
Þingmenn
|
|
---|---|
Mannfjöldi | 42.659 (2024) |
Sveitarfélög | 15 |
Kjósendur
|
|
Kjörsókn | 79,8% (2024) |
Núverandi þingmenn | |
Í þeim sjö Alþingiskosningum sem hafa fram samkvæmt núverandi kjördæmaskipan hafa bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þrisvar sinnum átt fyrsta þingmann Norðausturkjördæmis en Vinstri græn einu sinni.
Sveitarfélög
breytaÍ Norðausturkjördæmi eru sveitarfélögin: Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð.
Kosningatölfræði
breytaKosningar | Kjósendur á kjörskrá |
Breyting | Greidd atkvæði |
Kjörsókn | Utankjörfundar- atkvæði |
Þingsæti | Kjósendur á hvert þingsæti |
Vægi[1] | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi | Hlutfall greiddra | ||||||||
2003 | 27.298 | á ekki við | 23.877 | 87,5% | 2.416 | 10,1% | 10 | 2.730 | 123% |
2007 | 27.881 | 583 | 23.644 | 84,8% | 3.484 | 14,7% | 10 | 2.789 | 126% |
2009 | 28.352 | 471 | 24.249 | 85,5% | 3.642 | 15,0% | 10 | 2.835 | 128% |
2013 | 29.035 | 683 | 24.227 | 83,4% | 4.371 | 18,0% | 10 | 2.904 | 130% |
2016 | 29.564 | 529 | 23.613 | 79,9% | 4.460 | 18,9% | 10 | 2.956 | 132% |
2017 | 29.620 | 56 | 24.409 | 82,4% | 5.923 | 24,3% | 10 | 2.962 | 133% |
2021 | 29.887 | 227 | 24.180 | 80,9% | 5.866 | 24,3% | 10 | 2.989 | 135% |
2024 | 31.039 | 1.152 | 24.809 | 79,9% | - | - | 10 | 3.104 | 137% |
[1] Vægi atkvæða í Norðausturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu. | |||||||||
Heimild: Hagstofa Íslands |