Norðurlandskjördæmi eystra

Norðurlandskjördæmi eystra, náði frá Ólafsfirði í vestri til Langaness í austri. Í kjördæminu voru Eyjafjarðarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Norður-Þingeyjarsýsla. Frá 1987 til 1995 voru sjö þingmenn í kjördæminu en annars sex. Í 40 ár, frá 1959 til 1999 hafði Framsóknarflokkurinn 1. þingmann kjördæmisins. Lengi vel hafði Sjálfstæðisflokkurinn 2. þingmann kjördæmisins, að árunum 1979-1983 og 1999-2003 slepptum þegar Framsóknarflokkurinn hlaut 2. þingmann kjördæmisins, í fyrra skiptið hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 3. þingmanninn og í seinna skiptið þann fyrsta. 1987 buðu Samtök um jafnrétti og félagshyggju, einungis fram í Norðurlandskjördæmi eystra og fengu einn mann kjörinn á þing.

Við breytingu á kjördæmaskipan árið 1999 voru Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi sameinuð í eitt Norðausturkjördæmi, utan hvað Siglufjörður varð hluti Norðausturkjördæmis, en hafði áður verið í Norðurlandskjördæmi vestra, og Austur-Skaftafellssýsla, sem verið hafði hluti af Austurlandskjördæmi, varð hluti af Suðurkjördæmi.

Ráðherrar af Norðurlandi eystra

breyta

Magnús Jónsson, Björn Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Ingvar Gíslason, Guðmundur Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir og Tómas Ingi Olrich voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þau sátu á þingi fyrir kjördæmið.

Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra

breyta
Þing Þingsetutími 1. þingmaður Fl. 2. þingmaður Fl. 3. þingmaður Fl. 4. þingmaður Fl. 5. þingmaður Fl. 6. þingmaður Fl. 7. þingmaður Fl.
80. lögþ. 1959 - 1960 Karl Kristjánson B Jónas G. Rafnar D Gísli Guðmundsson B Garðar Halldórsson B Björn Jónsson G Magnús Jónsson D
81. lögþ. 1960-1961
82. lögþ. 1961-1962 Ingvar Gíslason
83. lögþ. 1962-1963
84. lögþ. 1963-1964 Björn Jónsson G Ingvar Gíslason B
85. lögþ. 1964-1965
86. lögþ. 1965-1966
87. lögþ. 1966-1967
88. lögþ. 1967-1968 Gísli Guðmundsson Ingvar Gíslason B Björn Jónsson G Stefán Valgeirsson
89. lögþ. 1968-1969
90. lögþ. 1969-1970
91. lögþ. 1970-1971
92. lögþ. 1971-1972 Magnús Jónsson Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D Björn Jónsson I
93. lögþ. 1972-1973
94. lögþ. 1973-1974 Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson Jónas Jónsson
95. lögþ. 1974 Jón G. Sólnes Lárus Jónsson D Stefán Jónsson G Ingi Tryggvason B
96. lögþ. 1974-1975
97. lögþ. 1975-1976
98. lögþ. 1976-1977
99. lögþ. 1977-1978
100. lögþ. 1978-1979 Bragi Sigurjónsson A Stefán Jónsson G Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D
101. lögþ. 1979
102. lögþ. 1979-1980 Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D Guðmundur Bjarnason Árni Gunnarsson A
103. lögþ. 1980-1981
104. lögþ. 1981-1982
105. lögþ. 1982-1983
106. lögþ. 1983-1984 Lárus Jónsson D Stefán Valgeirsson B Steingrímur J. Sigfússon Halldór Blöndal D Guðmundur Bjarnason B
107. lögþ. 1984-1985 Halldór Blöndal Björn Dagbjartsson
108. lögþ. 1985-1986
109. lögþ. 1986-1987
110. lögþ. 1987-1988 Guðmundur Bjarnason Árni Gunnarsson A Valgerður Sverrisdóttir B Stefán Valgeirsson J Málfríður Sigurðardóttir V
111. lögþ. 1988-1989
112. lögþ. 1989-1990
113. lögþ. 1990-1991
114. lögþ. 1991 Valgerður Sverrisdóttir B Tómas Ingi Olrich D Jóhannes Geir Sigurgeirsson B Sigbjörn Gunnarsson A
115. lögþ. 1991-1992
116. lögþ. 1992-1993
117. lögþ. 1993-1994
118. lögþ. 1994-1995
119. lögþ. 1995 Svanfríður Jónasdóttir J
120. lögþ. 1995-1996
121. lögþ. 1996-1997
122. lögþ. 1997-1998
123. lögþ. 1998-1999 U S
124. lögþ. 1999 Halldór Blöndal D Valgerður Sverrisdóttir B Steingrímur J. Sigfússon U Svanfríður Jónasdóttir S Árni Steinar Jóhannsson U
125. lögþ. 1999-2000
126. lögþ. 2000-2001
127. lögþ. 2001-2002
128. lögþ. 2002-2003