Ingvar Þóroddsson

Ingvar Þóroddsson er íslenskur stjórnmálamaður sem var kjörinn á Alþingi árið 2024. Hann er yngsti þingmaðurinn sem var kjörinn á þessu kjörtímabili. [1]

Ingvar Þóroddsson
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2024  Norðaustur  Viðreisn
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. júní 1998 (1998-06-25) (26 ára)
Akureyri, Íslandi
StjórnmálaflokkurViðreisn
HáskóliHáskóli Íslands, University of California, Berkeley
StarfStjórnmálamaður

Lífshlaup

breyta

Ingvar er fæddur 25. júní 1998 á Akureyri. Hann ólst að mestu upp í Reykjavík en líka í Svíþjóð og Noregi. Hann fluttist heim til Akureyrar þar sem hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri. Á lokaári sínu í MA var Ingvar Inspector scholae [2]. Ingvar fluttist til Reykjavíkur eftir menntaskóla og stundaði nám í Háskóla Íslands. Í HÍ sat Ingvar í stúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Í alþingiskosningunum árið 2021 skipaði Ingvar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi [3]. Hann hefur þar að auki verið kosningastjóri Viðreisnar í borgarstjórnarkosninginum í Reykjavík 2022 og var varaformaður Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar starfsárið 2021-2022.

Árið 2023 flutti Ingvar til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám við Berkeley. Áður en hann náði kjöri til Alþingis starfaði Ingvar sem kennari við sinn gamla skóla MA.

Tilvísanir

breyta
  1. Vikublaðið. „Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi“. Vikublaðið. Sótt 18. desember 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18. desember 2024.
  3. Viðreisn (4. maí 2021). „Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi“. Viðreisn. Sótt 18. desember 2024.