Jódís Skúladóttir
íslensk stjórnmálakona
Jódís Skúladóttir (f. 6. nóvember 1977) var alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi frá 2021 til 2024. Hún var kjörin í Alþingiskosningunum 2021. Henni var ekki boðið sæti á lista í Alþingiskosningunum 2024.
Jódís Skúladóttir (JSkúl) | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 6. nóvember 1977 Reykjavík | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||||
Börn | 4 | ||||||||
Menntun | Lögfræði | ||||||||
Háskóli | Háskólinn á Bifröst Háskólinn í Reykjavík | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Jódís útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2001. Hún tók BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2011 og ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2013. Jódís starfaði sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun 2013 til 2014 og sem verkefnastjóri og persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú ses. 2018-2021. Hún var oddviti Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningum í Múlaþingi 2020 og sat í sveitarstjórn þar til hún var kjörin til þingmennsku.
Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.