1641
ár
(Endurbeint frá MDCXLI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1641 (MDCXLI í rómverskum tölum) var 41. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 3. janúar - Sænski herinn reyndi án árangurs að steypa þýsku stjórninni í Regensburg.
- 2. maí - Vilhjálmur af Óraníu gekk að eiga Henríettu Maríu Stúart, níu ára dóttur Karls 1. Englandskonungs.
- 10. maí - Lennart Torstenson tók við stjórn sænska hersins í Þýskalandi við lát Johans Banér.
- 19. júní - Sænski herinn sigraði her keisarans í orrustunni við Wolfenbüttel.
- 5. júlí - Bærinn Kristiansand í Noregi var stofnaður af Kristjáni 4..
- 14. júlí - Svíar og Brandenborgarar semja um vopnahlé í Stokkhólmi.
- 9. ágúst - Austurríki viðurkenndi formlega svissnesku kantónuna Graubünden.
- 10. ágúst - Karl 1. Englandskonungur flúði frá London til norðurhluta Englands.
- 23. október - Írska uppreisnin 1641 hófst þegar írskumælandi íbúar Ulster réðust gegn enskum landnemum og drápu þúsundir þeirra.
- 22. nóvember - Langa þingið samþykkti Kvörtunarskjalið mikla sem stefnt var gegn einveldistilburðum konungs.
- 25. nóvember - Hollendingar lögðu undir sig Maranhão í Brasilíu.
- 16. desember - Giulio Mazarini var gerður að kardinála.
Ódagsettir atburðir
breyta- Brynjólfur Sveinsson, biskup sótti um konungsleyfi til að stofna prentsmiðju í Skálholti en var synjað.
- Ritið Hugleiðingar um frumspeki eftir René Descartes kom út.
- Indverska borgin Madras var stofnuð af Breska Austur-Indíafélaginu.
Fædd
breyta- 18. janúar - François-Michel le Tellier, franskur hermálaráðherra (d. 1691).
- 3. febrúar - Kristján Albrekt, biskupsfursti af Lýbiku og hertogi af Slésvík, Holtsetalandi og Gottorp (d. 1695).
- 7. febrúar (skírður) - Johann Friedrich Willading, svissneskur stjórnmálamaður (d. 1718).
- 7. maí - Eberhard Anckelmann, þýskur guðfræðingur (d. 1703).
- 28. maí (skírður) - Johann Weikhard, slóvenskur kortagerðarmaður (d. 1693).
- 30. júní - Meinhard von Schomberg, þýskur herforingi (d. 1719).
- 30. júlí - Reinier de Graaf, hollenskur læknir (d. 1673).
- 11. ágúst - Adam Tribbechov, þýskur guðfræðingur (d. 1687).
- 7. september - Tokugawa Ietsuna, japanskur herstjóri (d. 1680).
- 8. september - Ragnheiður Brynjólfsdóttir, biskupsdóttir (d. 1663).
- 26. september - Nehemiah Grew, enskur lífeðlisfræðingur (d. 1712).
- 5. október - Madame de Montespan, ástkona Loðvíks 14. (d. 1707).
- 24. október - Christian Röhrensee, þýskur stjórnmálafræðingur (d. 1706).
- 3. desember - Konrad Samuel Schurzfleisch, þýskur sagnfræðingur (d. 1708).
- 20. desember - Urban Hjärne, sænskur læknir og náttúruvísindamaður (d. 1724).
- 22. desember - Anthonie Heinsius, hollenskur stjórnmálamaður (d. 1720).
Ódagsett
breyta- Sabbatai Ben Josef, pólskur bókfræðingur og kennari af gyðingaættum (d. 1712).
Dáin
breyta- 3. janúar - Jeremia Horrocks, enskur stjörnufræðingur (f. 1619).
- 24. febrúar - Filippus Volfgang af Hanau-Lichtenberg, þýskur greifi (f. 1595).
- 23. mars - Andries Both, hollenskur listmálari (f. 1612 eða 1613).
- 2. apríl - Georg af Brúnsvík-Lüneburg, þýskur hertogi (f. 1582).
- 15. apríl - Domenico Zampieri, ítalskur listmálari (f. 1581).
- 27. apríl - Wilhelm von Rath, þýskur hermaður (f. um 1585).
- 28. apríl - Hans Georg af Arnim-Boitzenburg, þýskur herforingi (f. 1583).
- 10. maí - Johan Banér, sænskur hershöfðingi (f. 1596).
- 12. maí - Thomas Wentworth, enskur stjórnmálamaður (f. 1593).
- 21. júlí - Thomas Mun, enskur kaupmaður og hagfræðingur (f. 1571).
- 9. nóvember - Ferdinand af Austurríki, kardináli og herforingi (f. 1609).
- 10. nóvember - Asaf Khan, indverskur stjórnmálamaður (f. 1569).
- 12. nóvember - Filippus Lúðvík 3. af Hanau-Münzenberg, þýskur greifi (f. 1632).
- 3. desember - Oddur Stefánsson, skólameistari í Skálholtsskóla.
- 7. desember - Albrekt Friðrik af Barby-Mühlingen, þýskur greifi (f. 1597).
- 9. desember - Antoon van Dyck, flæmskur listmálari (f. 1599).
- 13. desember - Jóhanna af Chantal, frönsk barónessa og stofnandi Salesreglunnar (f. 1572).
- Helgi Þorgeirsson frá Strandasýslu tekinn af lífi á Alþingi, fyrir hórdóm, 56 ára.[1]
Ódagsett
breyta- Robert Dowland, enskt tónskáld (f. um 1591).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.