Graubünden
Höfuðstaður Chur
Flatarmál 7.105 km²
Mannfjöldi
 – Þéttleiki
165.900 (31. desember 2014)
28/km²
Sameinaðist Sviss 1803
Stytting GR
Tungumál Þýska,Ítalska,

Rómanska

Vefsíða www.gr.ch

Graubünden (Grigioni á ítölsku, Grischun á retórómönsku, Grisons á frönsku) er stærsta kantónan í Sviss með rúmlega 7.105 km2. Hún er jafnframt austasta kantónan. Graubünden er eina kantónan í Sviss þar sem retórómanska er viðurkennt tungumál, ásamt þýsku og ítölsku.

Lega og lýsing breyta

Graubünden er austasta kantónan í Sviss og og á landamæri að Liechtenstein, Austurríki og Ítalíu. Að vestanverðu eru kantónurnar St. Gallen, Glarus, Uri og Ticino. Graubünden er ákaflega hálend kantóna, enda liggur hún nær algjörlega innan um Alpafjöll. Hæsti tindurinn er Piz Bernina með 4.049 m. Íbúar eru 191 þús talsins, sem gerir Graubünden að 14. fjölmennustu kantónu Sviss. Höfuðborgin er Chur. Íbúar kantónunnar skiptast eftir málum:

Skjaldarmerki breyta

Skjaldarmerkið er samsett úr öllum þremur svæðum sem Graubünden samanstendur af. Neðst er svartur geithafur, uppi til vinstri er svört og hvít rönd, en uppi til hægri er krosslaga merki í bláum og gulum lit. Merkið var samsett 1932 og viðurkennt 1933. Fram að því voru þessi merki sýnd aðskilin.

Nafnafræði breyta

Héraðið myndaðist síðla á 14. öld sem samband þriggja svæða og hét þá Drei Bünde (Þríbandalagið). Íbúar Zürich og Austurríkis uppnefndu héraðið Graue Bund (Gráa bandalagið), en þetta heiti var tekið upp í héraðinu fyrir 1486. Í helvetíska lýðveldinu var héraðið tekið upp í Sviss og nefndist kantónan Retía, en 1803 var heitinu opinberlega breytt í Graubünden.

Söguágrip breyta

  • Á rómverska tímanum var Graubünden hluti af skattlandinu Raetia (með höfuðborg í Ágsborg).
  • Þegar kristni varð ríkistrú, myndaðist fyrsti biskupsstóll norðan Alpa í Chur (sem í dag er höfuðborg Graubünden).
  • Á 10. og 11. öld var svæðið hluti af hertogadæminu Sváfalandi.
  • Á 14. og 15. öld voru þrjú bandalag stofnuð í héraðinu: Gotteshausbund (1367), Oberer Bund 1395) og Zehngerichtenbund (1436).
  • 1450 sameinuðust þessi þrjú bandalög í eitt bandalag.
  • 1524 var ný stjórnarskrá samþykkt í bandalaginu. Héraðið var að hluta sjálfstætt, en var þó tæknilega séð innan þýska ríkisins.
  • Í siðaskiptunum lá við að héraðið klofnaði í sundur, en því tókst að afstýra.
  • 1648, í friðarsamningunum í Vestfalíu eftir 30 ára stríðið, hlaut Graubünden sjálfstæði og var óháð þýska ríkinu.
  • 1799 innlimaði Napoleon héraðið í helvetíska lýðveldið og kallaðist þá Retía.
  • 1803 varð héraðið að kantónu og hlaut þá heitið Graubünden.
  • 1854 fékk Graubünden eigin stjórnarskrá og breyttist í nútímalega kantónu.
  • 1892 var ný stjórnarskrá samþykkt.
  • 1900 bannaði kantónan bílanotkun á öllum götum.
  • 1925 var ofangreint bann tekið úr gildi.
  • 1950 hófst túrisminn af alvöru í Graubünden.
  • 2003 var nýjasta stjórnarskráin samþykkt.

Borgir breyta

Röð Borg Íbúafjöldi Ath.
1 Chur 33 þús Höfuðborg kantónunnar
2 Davos 11 þús Þekktur skíða- og heilsubær
3 Igis 7.600
4 Domat/Ems 7.200
5 St. Moritz 5.100 Þekktur skíða- og heilsubær

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Graubünden“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2011.

Tilvisanir breyta

  1. Bevölkerung, Standeskanzlei Graubünden