Írska lýðveldið

(Endurbeint frá Lýðveldið Írland)

Írland eða Írska lýðveldið (enska: Ireland; írska: Éire) er ríki sem nær yfir 5/6 hluta eyjunnar Írlands vestur af strönd Evrópu. Norðvesturhluti eyjarinnar tilheyrir Norður-Írlandi sem er hluti af Bretlandi. Írland á því aðeins landamæri að Bretlandi en Írlandshaf skilur á milli eyjarinnar og Stóra-Bretlands. Höfuðborg Írlands er Dublin við austurströnd eyjarinnar.

Írland
Éire (írska)
Ireland (enska)
Fáni Írlands Skjaldarmerki Írlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Éire go deo
(Írland að eilífu)
Þjóðsöngur:
Amhrán na bhFiann
Staðsetning Írlands
Höfuðborg Dublin
Opinbert tungumál írska, enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Michael D. Higgins
Forsætisráðherra Micheál Martin
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 6. desember 1921 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
118. sæti
70.273 km²
2
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
122. sæti
4.921.500
70/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 412,797 millj. dala (46. sæti)
 - Á mann 83.399 dalir (5. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.942 (3. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+0 (UTC+1 á sumrin)
Ekið er vinstri megin
Þjóðarlén .ie
Landsnúmer +353

Árið 1922, í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins sem stóð frá 1919 til 1921, var Írska fríríkið stofnað. Þing Norður-Írlands, þar sem mótmælendur voru í meirihluta, nýtti sér þá möguleika til að segja sig úr hinu nýja ríki og varð sérstök eining innan breska konungsdæmisins. Írska fríríkið var í fyrstu hluti af Breska samveldinu en árið 1949 voru skyldur konungs afnumdar í írskum lögum og landið varð lýðveldi.

Írska lýðveldið var lengi vel eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Landið gekk í Evrópusambandið árið 1973. Seint á 9. áratug 20. aldar hófust efnahagslegar umbætur í anda frjálshyggju sem leiddu til ört vaxandi hagsældar. Írland var um tíma í upphafi 21. aldar þekkt sem keltneski tígurinn. Í upphafi ársins 2008 hófst alþjóðlega fjármálakreppan sem kom mjög harkalega niður á Írlandi. Þrátt fyrir kreppuna er Írland enn með best stæðu löndum heims.

Opinbert nafn ríkisins samkvæmt stjórnarskrá þess er Éire sem er írska og þýðir „Írland“. „Írska lýðveldið“ er samkvæmt lögum landsins lýsing á ríkinu en ekki nafn þess.

HeitiBreyta

Ríkið sem stofnað var 1922 og myndað úr 26 af 32 sýslum Írlands var þekkt sem „Írska fríríkið“.[1] Í stjórnarskrá Írlands sem tekin var upp árið 1937 stendur að nafn ríkisins sé Éire, eða Ireland á ensku. Í 2. kafla laga um lýðveldið Írland frá 1948 stendur að „lýðveldið Írland“ sé lýsing á ríkinu en ekki nafn þess. Annað hefði verið í andstöðu við stjórnarskrána.[2]

Ríkisstjórn Bretlands notaði upphaflega nafnið „Eire“ (án kommu) og frá 1949 „lýðveldið Írland“ þegar talað var um ríkið.[3] Það var ekki fyrr en með Föstudagssáttmálanum 1998 að breska ríkisstjórnin notaði nafnið „Írland“.[4]

Auk heitanna „Írland“, „Éire“ og „lýðveldið Írland“ (eða „Írska lýðveldið“) hefur ríkið líka verið kallað „Lýðveldið“, „Suður-Írland“ eða „Suðrið“.[5] Írskir lýðveldissinnar tala stundum um það sem „Fríríkið“ eða „sýslurnar 26“.[6]

LandfræðiBreyta

Írska lýðveldið nær yfir um 5/6 hluta eyjunnar Írlands, en Norður-Írland (hluti Bretlands) nær yfir afganginn. Í norðri og vestri á eyjan strönd að Norður-Atlantshafi, í norðaustri að Úlfreksfirði, í austri að Írlandshafi, í suðaustri að Norðursundi og í suðri að Keltahafi.

Vesturhéruð landsins eru fjalllend, klettótt og hæðótt. Miðláglöndin eru þakin jökulseti úr leir og sandi. Þar eru líka stór mýrlendi og stöðuvötn. Hæsti tindur Írlands er Carrauntoohil í fjallgarðinum MacGillycuddy's Reeks í suðvestri. Fljótið Shannon rennur um láglöndin og er lengsta á Írlands, 386 km að lengd.

Skógþekja á Írlandi hefur minnkað mikið vegna landbúnaðar. Innlendar trjátegundir eru eik, askur, hesliviður, birki, elri, víðir, ösp, álmur, reyniviður, ýviður og skógarfura. Vöxtur þekjumýra og ruðning skóga vegna landbúnaðar hafa valdið skógeyðingu. Nú eru aðeins um 10% landsins þakin skógi, mest nytjaskógi með barrtrjám. Talið er að innlendur skógur sé aðeins um 2%.

Um 64% landsins er landbúnaðarland. Vegna þess er lítið eftir af víðerni fyrir villt dýralíf, sérstaklega stærri spendýr. Löng saga landbúnaðar og nútímaræktunaraðferðir eins og notkun skordýraeiturs og tilbúins áburðar hefur dregið úr líffjölbreytni.

VeðurfarBreyta

Atlantshafið og Golfstraumurinn hafa mikil áhrif á veðurfar á Írlandi þar sem ríkir temprað úthafsloftslag. Hiti fer sjaldan niður fyrir -5°C eða upp fyrir 26°C. Lægsti hiti sem mælst hefur var -19,1° í Markree-kastala í Sligo, og hæsti hitinn var 33,3° í Kilkenny-kastala árið 1887.

Úrkoma er meiri yfir vetrarmánuðina. Mest úrkoma er í suðvesturhéruðunum vegna ríkjandi suðvestanvinda, en minnst í Dublin. Suðausturhéruðin eru sólríkust. Norðvesturhéruðin eru með vindasömustu svæðum Evrópu og hafa mikla möguleika til vindorkuframleiðslu. Sólarstundir á Írlandi eru venjulega milli 1100 og 1600 á ári, eða milli 3,25 og 3,75 á dag á flestum stöðum. Maí og júní eru sólríkustu mánuðirnir með milli 5 og 6,5 sólarstundir á dag.

StjórnmálBreyta

StjórnsýslueiningarBreyta

Írska lýðveldið skiptist frá alda öðli í 26 sýslur sem fólk notar almennt til að vísa til landshluta. Nú skiptist landið í 29 sveitasýslur og 5 borgarsýslur sem að hluta samsvara hinum eldri sýslum. Tipperary-sýslu var skipt í Suður-Tipperary og Norður-Tipperary árið 1898 og Dublin-sýslu var skipt í Dún Laoghaire–Rathdown, Fingal og Suður-Dublin árið 1994. Frá 2014 skiptist landið í 26 sveitasýslur, tvær borgar-sveitasýslur og þrjár borgarsýslur.

 1. Fingal
 2. Dublin
 3. Dún Laoghaire–Rathdown
 4. Suður-Dublin
 5. Wicklow-sýsla
 6. Wexford-sýsla
 7. Carlow-sýsla
 8. Kildare-sýsla
 9. Meath-sýsla
 10. Louth-sýsla
 11. Monaghan-sýsla
 12. Cavan-sýsla
 13. Longford-sýsla
 14. Westmeath-sýsla
 15. Offaly-sýsla
 16. Laois-sýsla
 1. Kilkenny-sýsla
 2. Waterford-sýsla
 3. Cork
 4. Cork-sýsla
 5. Kerry-sýsla
 6. Limerick-sýsla
 7. Tipperary
 8. Clare-sýsla
 9. Galway-sýsla
 10. Galway
 11. Mayo-sýsla
 12. Roscommon-sýsla
 13. Sligo-sýsla
 14. Leitrim-sýsla
 15. Donegal-sýsla

Í Írska lýðveldinu er neðra stjórnsýslustigið fimm hverfaráð og 75 bæjarráð.

TilvísanirBreyta

 1. Coleman, Marie (2013). The Irish Revolution, 1916–1923. Routledge. bls. 230. ISBN 978-1317801467. Sótt 12. febrúar 2015.
 2. Gallagher, Michael, "The changing constitution", in Gallagher, Michael; Coakley, John, ritstjórar (2010). Politics in the Republic of Ireland. 0415476712. ISBN 978-0415476713. Sótt 12. febrúar 2015.
 3. Oliver, J.D.B., What's in a Name, in Tiley, John, ritstjóri (2004). Studies in the History of Tax Law. Hart Publishing. bls. 181–3. ISBN 1841134732. Sótt 12. febrúar 2015. Athugið að höfundur notar „Éire“ með kommunni.
 4. Oliver (2004), p. 178; Daly (2007), p. 80
 5. Acciano, Reuben (2005). Western Europe. Lonely Planet. bls. 616. ISBN 1740599276. Sótt 12. febrúar 2015.
 6. Smith, M.L.R (2002). Fighting for Ireland?: The Military Strategy of the Irish Republican Movement. Routledge. bls. 2. ISBN 1134713975. Sótt 12. febrúar 2015.