Álagablettur

Álagablettur er samkvæmt íslenskri þjóðtrú tiltekið svæði sem á hvílir einhverskonar helgi, og ef helgin er rofin þá gerist einhver óskundi. Mikið af álagablettum er í sambandi við huldufólk, álfa og álfabyggð. Oftast eru álagabletttir þannig, að þar má ekki slá eða valda einhverju raski.

Dæmi um álagablettiBreyta

  • Álagablettur við Laugarvatn: Margrét frá Öxnarfelli var skyggn kona. Hún sagðist hafa séð álfa sem byggju í sefi sem væri við hluta af bökkum Laugarvatns en sef þetta var álagablettur. Einu sinni gerðist það þó að bóndi nokkur frá Gíslabæ sló sefið og hafði af þessu allnokkuð hey. En veturinn eftir missti bóndinn bestu kúna sína og eftir það hefur enginn þorað að snerta sefið. (Munnleg heimild úr viðtali).[1]
  • Álagablettur í Eyjafirði: Fyrir utan Laufás í Eyjafirði er bær, sem heitir Borgargerði. Þar er hvammur sem ekki má slá, því að þá drepur huldufólkið, sem hefur ráð yfir hvamminum, kú fyrir bónda. Uppi í fjallinu eru nokkrar birkihríslur, leifar af gömlum skógi, sem ekki má hrófla við, því að þá er óblessun vís frá hálfu huldufólksins sem á hríslurnar. (Sögn Þórhalls Bjarnarsonar biskups).

TilvísanirBreyta

   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.