Kjördæmi er afmarkað landsvæði í lýðræðislegu ríki þar sem ríkisborgarar með kosningarétt geta kosið í þingkosningum. Mjög misjafnt er hversu mörg þingsæti eru í kjördæmum. Til eru einmennings- og tvímenningskjördæmi en einnig kjördæmi þar sem kosnir eru listar eftir hlutfallskosningu. Í Ísrael og Hollandi er allt landið eitt kjördæmi. Í Bretlandi eru (í kosningunum 2005) 646 einmennigskjördæmi sem þýðir að sá frambjóðandi í hverju kjördæmi sem hlýtur flest atkvæði kemst á þing.

Sjá einnig breyta

   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.