Waterford (írska: Port Láirge) er borg á Írlandi. Hún er í Waterford-héraði á suðausturhorni Írlands. Hún er elsta og fimmta fjölmennasta borg í Írska lýðveldinu. Hún er áttunda fjölmennasta borg á eyjunni Írlandi. Árið 2016 voru íbúar borgarinnar sjálfrar 53.504 en íbúar stórborgarsvæðisns 53.504.

Waterford séð frá sjó að næturlagi.

Nafn borgarinnar er dregið af fornnorræna orðinu Veðrafjǫrðr eða „fjörður hrúta“ á nútímaíslensku. Í dag er borgin þekktust fyrir Waterford-kristal, glertegund sem framleidd var í borginni frá 1783 til 2009 þegar fyrirtækið Waterford Wedgwood varð gjaldþrota. Eftir aðkomu borgarstjórnar og verslunarráðs Waterford var safn opnað um glerframleiðslu árið 2010 og framleiðsla hófst þar aftur sama ár.

Auk þess var lággjaldaflugfélagið Ryanair stofnað í borginni, en jómfrúarflug félagsins var þaðan til London Gatwick árið 1985.

Heimild breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.