Elri
Elri [1] eða ölur (fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl blómplantna af birkiætt (Betulaceae). Í ættkvíslinni eru um 30 tegundir af trjám og runnum. Elri hefur aðallega útbreiðslu á norðurhveli en til eru elritegundir við Andesfjöll og í Suður-Asíu.
Elri | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð á Gráelri (Alnus incana)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Útbreiðsla elris
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Um 20-30 tegundir |
Orðsifjar
breytaNafnið elri eða ölur er af er upprunnið úr forngermönsku rótinni[2] aliso og aluz. Ættkvíslarheitið Alnus er gamalt latneskt heiti yfir elri. Bæði latínuheitið og germanska heitið koma úr frum-indóevrópsku rótinni el-, í merkingunni "rauður" eða "brúnn", sem er einnig er rótin fyrir orðin elgur og álmur.[3] Beyging heitisins ölur á íslensku er í eintölu: nf. ölur, þf. ölur, þgf. ölri ef. ölurs.
Á Íslandi
breytaElri beislar næringarefnið nitur úr andrúmsloftinu með hjálp rótargerla við ræturnar. Elritegundir eru landnemaplöntur og geta því hentað vel til landgræðslu. Hérlendis hefur einkum sitkaelri verið reynt í landgræðslu.
Tegundir sem reyndar hafa verið á Íslandi eru m.a.:
- Gráelri (Alnus incana): Evrópsk tegund sem vex allt að norður-Noregi. Einstofna tré með breiða krónu.
- Blæelri (Alnus incana subsp. tenuifolia): Norður-amerísk undirtegund gráelris.
- Sitkaelri (Alnus viridis subsp. sinuata): Runnkennt og margstofna tré, ættað frá vesturströnd Ameríku.
- Svartelri/Rauðelri (Alnus glutinosa): Evrópsk tegund. Þrífst á blautum svæðum.
- Ryðelri (Alnus rubra)[4]: Norður-amerísk tegund. Stórvaxnasta elritegundin. Verður allt að 20-30 metra hátt tré.
Þessar tegundir þrífast vel á Íslandi og á rýru land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn stendur hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin.[5]
Flokkun
breytaÆttkvíslin skiptist í þrjár undirættkvíslir (subgenera):
Subgenus Alnus:
- Alnus acuminata Kunth — Mexíkó, mið og suður Ameríka.
- Alnus cordata (Loisel.) Duby — Ítalía, Albanía, Korsíka.
- Alnus cremastogyne Burkill — Kína.
- Alnus firma Siebold & Zucc. — Buskölur - Kyūshū eyja í Japan
- Alnus glutinosa (L.) Gaertn. — Rauðölur/Svartölur - Evrópa, mið Asía.
- Alnus hirsuta (Spach) Rupr. — Hæruölur - Japan, Kórea, Manchuria, Síbería, austast í Rússlandi
- Alnus incana (L.) Moench — Gráölur - Evrasía, Norður Ameríka
- Alnus incana ssp. incana - Gráölur
- Alnus incana ssp. hirsuta (Spach) Á. & D.Löve (=A. hirsuta Spach)- Hæruölur
- Alnus incana ssp. rugosa (Du Roi) R.T.Clausen (=A. rugosa Du Roi)- Vætuölur
- Alnus incana ssp. tenuifolia (Nutt.) Breitung (=A. tenuifolia Nutt.)- Blæölur
- Alnus japonica (Thunb.) Steud. — Mýraölur - Japan, Kórea, Taiwan, austur Kína, austast í Rússlandi
- Alnus jorullensis Kunth — Mexíkó, Guatemala, Hondúras.
- Alnus mandshurica (Callier) Hand.-Mazz. — austast í Rússlandi, norðaustur Kína, Kórea
- Alnus matsumurae Callier — Honshū eyja í Japan
- Alnus nepalensis D.Don — Himalaja, Tíbet, Yunnan, Nepal, Bhutan, Myanmar, Thailand.
- Alnus oblongifolia Torr. — Arizona, Nýja Mexíkó, Sonora, Chihuahua
- Alnus orientalis Decne. — suður Tyrkland, norðvestur Sýrland, Kýpur, Líbanon, Palestína, Íran
- Alnus pendula Matsum. — Hengiölur - Japan, Kórea
- Alnus rugosa (Du Roi) Spreng. — Vætuölur - norðaustur N-Ameríka
- Alnus rhombifolia Nutt. — Bandaríkin (Kalifornía, Nevada, Oregon, Washington, Idaho, Montana)
- Alnus rubra Bong. — Ryðölur - N-Ameríka (Alaska, Yukon, Breska Kólumbía, Kalifornía, Oregon, Washington, Idaho, Montana.)
- Alnus serrulata (Aiton) Willd. — Sagölur - austur N-Ameríka
- Alnus sieboldiana Matsum. — Japan, Ryukyu eyjar
- Alnus subcordata C.A.Mey. — Kákasus, Íran
- Alnus tenuifolia Nutt. — Blæölur - norðvestur N-Ameríka
- Alnus trabeculosa Hand.-Mazz. — Kína, Japan
Subgenus Clethropsis.
- Alnus formosana (Burkill) Makino — Formósuölur - Taívan
- Alnus maritima (Marshall) Muhl. ex Nutt. — Strandölur - Bandaríkin (Georgía, Delaware, Maryland, Oklahoma).
- Alnus nitida (Spach) Endl. — vestur Himalaja, Pakistan, Indland, Nepal.
Subgenus Alnobetula.
- Alnus alnobetula (Ehrh.) K.Koch
- Alnus viridis (Chaix) DC. 1805) — Tempruð og kuldabeltissvæði Evrópu, Asíu og N-Ameríku.
- Alnus viridis ssp. crispa (Ait.) Turrill.- Grænölur - norðaustur N-Ameríka, S Grænland
- Alnus viridis ssp. fruticosa (Rupr.) Nyman- Hrísölur - Síbería, Mansjúría
- Alnus viridis ssp. maximowiczii - Fjallölur - Japan
- Alnus viridis ssp. sinuata (Regel) Á.Löve & D.Löve- Sitkaölur - vestur N-Ameríka og lengst í norðaustur Síberíu
- Alnus viridis ssp. viridis (Regel) Á.Löve & D.Löve- Kjarrölur - mið Evrópa
- Óvíst með undirætt
- Alnus djavanshirii H.Zare: Íran
- Alnus dolichocarpa H.Zare, Amini & Assadi: Íran
- Alnus fauriei H.Lév. & Vaniot: Honshu eyja í Japan
- Alnus ferdinandi-coburgii C.K.Schneid.: suður Kína
- Alnus glutipes (Jarm. ex Czerpek) Vorosch.: Yakutiya hérað í Síberíu
- Alnus hakkodensis Hayashi: Honshu eyja í Japan
- Alnus henryi C.K.Schneid.: Taívan
- †Alnus heterodonta (Newberry) Meyer & Manchester 1987: Oligocene steingervingur í Oregon
- Alnus lanata Duthie ex Bean: Sichuan í Kína
- Alnus mairei H.Lév.: Yunnan í Kína
- Alnus maximowiczii Callier - Fjallölur - Japan, Kórea, austast í Rússlandi
- Alnus paniculata Nakai: Kórea
- Alnus serrulatoides Callier: Japan
- Alnus vermicularis Nakai: Kórea
Blendingar
breyta- Alnus × elliptica Req.—Ítalía. (A. cordata × A. glutinosa)
- Alnus × fallacina Callier—Ohio, New York ríki, Vermont, New Hampshire, Maine. (A. incana subsp. rugosa × A. serrulata)
- Alnus × hanedae Suyinata—Japan. (A. firma × A. sieboldiana)
- Alnus × hosoii Mizush.—Japan. (A. maximowiczii × A. pendula)
- Alnus × mayrii Callier—austast í Rússlandi, Japan. (A. hirsuta × A. japonica)
- Alnus × peculiaris Hiyama—Kyūshū eyju í Japan. (A. firma × A. pendula)
- Alnus × pubescens Tausch.—Norður og mið Evrópa. (A. glutinosa × A. incana)
- Alnus × suginoi Sugim.—Japan. (A. hirsuta × A. serrulatoides)
Tilvísanir
breyta- ↑ Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
- ↑ http://www.etymonline.com/index.php?term=alder&allowed_in_frame=0
- ↑ http://www.etymonline.com/index.php?term=elk&allowed_in_frame=0
- ↑ Elritegundir Geymt 27 október 2017 í Wayback Machine Skógræktin. Skoðað 18. janúar, 2016.
- ↑ Elri gæti komið í stað lúpínu. Vísir. Skoðað 27. maí, 2016.