Stöðuvatn
vatnshlot á landi
Stöðuvatn eða einfaldlega vatn (oft notað í fleirtöluforminu vötn) er samansafn vatns í landslagi sem algjörlega er umkringt af landi. Flest stöðuvötn í heiminum innihalda ósalt vatn (ferskvatn). Jafnan er jafnvægi milli inn- og úrrennslis þó svo hæð yfirborðs geti sveiflast til t.d. eftir árferði. Inn- og úrrennsli er oftast í formi lækja eða áa. Stundum getur þó runnið í og úr vötnum neðanjarðar.
Ef vatn nær mikilli stærð er talað um innhaf.
Vötn á Íslandi
breytaStærri vötn á Íslandi eru til dæmis;
- Hálslón - uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar.
- Hvalvatn
- Hvítárvatn
- Jökulsárlón
- Kleifarvatn
- Langisjór
- Laugarvatn
- Mývatn
- Þingvallavatn - stærsta náttúrulega vatn á Íslandi
- Þórisvatn - nú stærsta vatn á Íslandi, stækkaði er það varð uppistöðulón nokkurra virkjana á Þjórsársvæðinu.
- Öskjuvatn
Stærstu vötn eftir heimsálfum
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist stöðuvatni.
- Afríka - Viktoríuvatn, sem einnig er stærsta ferskvatn í heiminum, en það er eitt af Stóru vötnunum í Afríku.
- Antartíka - Vostokvatn (undir jökli)
- Asía - Kaspíahaf, einnig stærsta vatn í heiminum, en það er salt.
- Ástralía - Eyrevatn
- Evrópa - Ladogavatn, í norðvesturhluta Rússlands.
- Norður-Ameríka - Miklavatn
- Suður-Ameríka - Titikakavatn á landamærum Perú og Bólivíu, en það er einnig hæsta (3821 m.y.s.) vatn í heiminum sem fært er skipum.