Reyniviðir eða reynir er ættkvísl 100–200 tegunda runna og trjáa af rósaætt sem finnst um allt norðurhvel jarðar.

Reynir
Reyniber
Reyniber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Tegundir

Listi yfir reynitegundir er ekki endanlegur vegna fjölda smátegunda.

Almennt er tegundunum skift í tvær aðal undirættkvíslir og þrjár til fjórar minni undirættkvíslir:

 • Sorbus subgenus Sorbus (genus Sorbus s.s.), einkennistegund; Ilmreynir , með samsett blöð, vanalega hárlaus eða lítið hærð að neðan. Útbreiðsla: kaldtemprað norðurhvel. (Genus Sorbus s.s.)
 • Sorbus subgenus Aria (genus Aria), einkennistegund Sorbus aria, með heil blöðin vanalega mikið hvíthærð að neðan (svoleiðis nafnið á þýsku Weissbaum, 'hvítt tré'). Útbreiðsla: tempruð svæði í Evrópu og Asíu.
 • Sorbus subgenus Micromeles (genus Aria), er óljós hópur nokkurra austur asískra tegunda (t.d. Sorbus alnifolia) með mjó blöð; vafasamt hvort að sé aðskilin og oft talin til Aria. Útbreiðsla: tempruð svæði norðaustur Asíu.
 • Sorbus subgenus Cormus (genus Cormus), Með samsett blöð svipað og í undirættkvíslinni Sorbus, en með greinilega fused carpels in the fruit; einungis ein tegund, Sorbus domestica. Útbreiðsla: Norður Afríka, heittempruð svæði Evrópu, vestur Asía.
 • Sorbus subgenus Torminaria (genus Torminalis), með frekar hlynlíkum blöðum; einungis ein tegund, Sorbus torminalis. Útbreiðsla: tempruð svæði Evrópu, suður að fjöllum Norður Afríku og austur að Kákasusfjöllum.
 • Sorbus subgenus Chamaemespilus (genus Chamaemespilus), tvær runnkenndar tegundir; Sorbus chamaemespilus og Sorbus sudetica með heilum sléttum blöðum og bleikum blómum. Útbreiðsla: fjöll suður Evrópu.
 • Hybrid eða blendingar eru algengir í ættkvíslinni, einnig á milli undirættkvísla; mjög oft eru blendingarnir apomictic (fjöga sér með geldæxlun), og geta þannig í raun fjölgað sér klónað með fræi án breytingar. Þetta hefur leitt til mikils fjölda örtegunda, sérstaklega í vestur Evrópu og hluta Kína.

Reynitré á Íslandi

breyta
 • Ilmreynir (Sorbus aucuparia) er algengur á Íslandi, sérstaklega í görðum. Ilmreynir óx villtur hér á landi við landnám, líkt og birki, einir og víðir. Nafnið Reyniviður á í daglegu tali við þessa trjátegund.
 • Gráreynir (Sorbus hybrida) er uppruninn frá suðurhluta Skandinavíu og Finnlands og hefur verið plantað nokkuð á Íslandi. Víða í görðum.

Ýmsar aðrar reynitegundir hafa verið reyndar á Íslandi og þar á meðal: Koparreynir, alpareynir, kasmírreynir, kínareynir og úlfareynir. [1]

Þjóðtrú

breyta

Það þótti til heilla að rækta reyni við heimili sitt. Reyniviður var helgaður Þór í norræni goðafræði og í kristnum sið var reyniviður einnig helgur og mátti ekki skemma hann. Sem dæmi um þessa trú, er þess getið í SturlunguGeirmundur heljarskinn hafi hýtt smala fyrir að hafa notað reynivönd til að reka fé.

Lækningarmáttur

breyta

Ber reyniviðar eru talin barkandi, stilla blóðlát, niðurgang, eru þvagaukandi, góð við nýrnaveiki og þvagteppu. Búa skal til berjamauk og taka tvær teskeiðar í senn og drekka einn bolla þrisvar á dag.

Tilvísanir

breyta
 1. Reynitegundir Geymt 14 september 2015 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 16. apríl, 2016.

Heimildir

breyta
 • Björn Jónsson (1973). Íslenskar lækninga og drykkjarjurtir.

Tenglar

breyta
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu