1930
ár
(Endurbeint frá Júní 1930)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1930 (MCMXXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Janúar - Sveitarstjórnarkosningar fara fram.
- Í ársbyrjun - Búnaðarbankinn tekur til starfa.
- 19. janúar - Hótel Borg opnar við Austurvöll í Reykjavík.
- 1. febrúar - Kvenfélagasamband Íslands stofnað í Reykjavík.
- 12. apríl - Útvegsbanki Íslands tekur til starfa.
- 11. maí - Skógræktarfélag Íslands er stofnað.
- 15. júní - Alþingiskosningar voru haldnar.
- 26. júní - Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum.
- 27. júní - Samband ungra sjálfstæðismanna stofnað.
- 19. júlí - Síldarverksmiðjur ríkisins eru stofnlagðar.
- 29. nóvember - Kommúnistaflokkur Íslands er stofnaður.
- Haust - Austurbæjarskóli tekur til starfa.
- 1. desember - Togarinn Apríl ferst í hafi með 18 manns.
- 20. desember - Ríkisútvarpið tekur til starfa í Hafnarstræti í Reykjavík.
- Stóra bomban: Deilur Jónasar frá Hriflu og læknastéttarinnar.
- Ölgerðin Þór tekur til starfa.
- Tónlistarskólinn í Reykjavík er stofnaður.
- Byggðahverfið Sólheimar var stofnað.
Fædd
- 22. mars - Eyþór Þorláksson, gítarleikari (d. 2018).
- 1. apríl - Ásta Sigurðardóttir, rithöfundur og myndlistakona (d. 1971)
- 15. apríl - Vigdís Finnbogadóttir, 4. forseti Íslands.
- 26. maí - Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður og ráðherra (d. 2016)
- 20. júní - Guðmundur Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 2017)
- 18. júlí - Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur (d. 2021)
- 4. október - Svava Jakobsdóttir rithöfundur og alþingismaður (d. 2004)
Dáin
- 24. maí - Páll J. Árdal, íslenskt skáld (f. 1857).
- 20. júlí - Klemens Jónsson, landritari og ráðherra (f. 1862).
Erlendis
breyta- 18. febrúar - Reikistjarnan Plútó sást fyrst á ljósmynd.
- 29. mars - Heinrich Brüning verður kanslari Þýskalands.
- 13. júlí- 30. júlí - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla var haldið í fyrsta sinn í Úrúgvæ.
- 6. september - Herinn fremur valdarán í Argentínu.
- 14. september - Nasistaflokkurinn verður næststærsti stjórnmálaflokkurinn á þýska þinginu.
- 24. október - Getúlio Vargas gerir uppreisn í Brasilíu og tekur við völdum sem forseti.
- 2. nóvember - Haile Selassie verður keisari Eþíópíu.
- Desember - Konur í Tyrklandi fá kosningarétt.
- 19. desember - Merapi-eldfjallið gýs í Indónesíu með þeim afleiðingum að 1.300 manns látast.
- Kvikmyndin Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum kemur út.
- Jasper-þjóðgarðurinn var stofnaður í Klettafjöllum Kanada.
Fædd
breyta- 20. janúar - Buzz Aldrin, bandarískur geimfari.
- 15. mars - Jean Tabary, franskur myndasöguhöfundur (d. 2011)
- 3. apríl - Helmut Kohl, kanslari Þýskalands (d. 2017).
- 28. júlí - Jean Roba, belgískur teiknimyndasagnahöfundur (d. 2006).
- 5. ágúst - Neil Armstrong, bandarískur geimfari (d. 2012).
- 25. ágúst - Sean Connery, skoskur leikari (d. 2020).
- 30. ágúst - Warren Buffett, bandarískur fjárfestir.
- 23. september - Ray Charles, söngvari (d. 2004).
- 10. október - Harold Pinter, breskt leikskáld (d. 2008).
- 31. október - Michael Collins, bandarískur geimfari (d. 2021).
- 2. desember - Gary Becker, bandarískur hagfræðingur (d. 2014)
Dáin
breyta- 19. janúar - Frank Plumpton Ramsey, breskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur (f. 1903).
- 19. desember - J.C. Christensen, danskur forsætisráðherra (f. 1856).