Harold Pinter
Harold Pinter (f. 10. október 1930 í London á Englandi, lést 24. desember 2008 í London) var breskt leikritaskáld og leikstjóri. Hann hefur skrifað fjölda leikrita fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp. Pinter hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2005. Vegna bágrar heilsu gat hann ekki ferðast til Svíþjóðar til þess að taka við verðlaununum. Í stað þess sendi hann myndbandsupptöku þar sem hann hélt langa ræðu um feril sinn og gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.