Kvenfélagasamband Íslands
Kvenfélagasamband Íslands (KÍ), var stofnað þann 1. febrúar 1930. Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að kvenfélög landsins ættu sér samstarfsvettvang og málsvara. Innan KÍ starfa 17 héraðssambönd með um 143 kvenfélög innanborðs. Stofndagurinn, 1. febrúar, var árið 2010 útnefndur Dagur kvenfélagskonunnar
Aðsetur KÍ og þjónustuskrifstofa er í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.
Á skrifstofu KÍ er veittar upplýsingar, ráðgjöf og fræðsla til kvenfélaganna og héraðssambanda þeirra, skipulagðir fundir og þing ásamt daglegum rekstri og því sem til fellur hverju sinni. KÍ á og rekur Leiðbeiningastöð heimilanna og gefur út tímaritið Húsfreyjuna.
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands er kosin á landsþingi sem haldið er þriðja hvert ár sem og á árlegum formannaráðsfundum. Í stjórninni eiga sæti fimm konur og tvær til vara. Landsþing fer með æðsta vald í málefnum sambandsins, á milli landsþinga fer formannaráð með æðsta vald. Í formannaráðinu sitja formenn héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands, formaður kvenfélags með beina aðild að KÍ og stjórn KÍ. Stjórn KÍ hefur á hendi framkvæmd þeirra mála sem landsþing og formannaráð ákveða hverju sinni.
Forsetar Kvenfélagasambands Íslands
breyta1930 - 1947 Ragnhildur Pétursdóttir
1947 - 1959 Guðrún Pétursdóttir
1959 - 1963 Rannveig Þorsteinsdóttir
1963 - 1971 Helga Magnúsdóttir
1971 - 1979 Sigríður Thorlacius
1979 - 1987 María Pétursdóttir
1987 - 1994 Stefanía María Pétursdóttir
1994 - 2000 Drífa Hjartardóttir
2000 - 2006 Helga Guðmundsdóttir
2006 - 2012 Sigurlaug Viborg
2012 - 2015 Una María Óskarsdóttir
2015 - 2021 Guðrún Þórðardóttir
2021 - Dagmar Elín Sigurðardóttir
Tenglar
breyta- Kvenfélagasamband Íslands
- Leiðbeiningarstöð heimilanna Geymt 27 febrúar 2019 í Wayback Machine