Samband ungra sjálfstæðismanna

Samband ungra sjálfstæðismanna (skammstafað SUS) var stofnað á Þingvöllum 27. júní 1930. Var sambandið stofnað þegar 15 svæðisbundin félög komu sér saman um að stofnun landssambands ungra sjálfstæðismanna með því að senda fulltrúa sína til stofnþings að þingvöllum. Voru stofnaðilar sambandssins því Fylkir frá Ísafirði, Heimdallur í Reykjavík, Óðinn á Flateyri, Skjöldur í Stykkishólmi, Stefnir í Hafnarfirði, Vörður á Akureyri ásamt sjálfstæðisfélaga í Bolungavík, Borgarnesi, Eskifirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Vestmannaeyjum og Vestur-Húnavatnssýslu ásamt því að félög í Ólafsvík og Hnappadalssýslu komu að stofnun sambandsins án þess að senda fulltrúa á þingið. Taldi félagatal sambandsins við stofnun þess 1400 manns sem þótti mikill fjöldi í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn var þá um árs gamall.

Samband ungra sjálfstæðismanna
SUS

Ungirxd
Formaður Viktor Pétur Finnsson
Varaformaður Steinar Ingi Kolbeins
Stofnár 27. júní 1930
Höfuðstöðvar Valhöll, Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
Félagatal 12000-15000
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi, Frjálshyggja, Íhaldsstefna
Einkennislitur Blár
Listabókstafur D
Vefsíða https://www.sus.is

Í lögum sambandsins við stofnun þess kemur fram í 2. grein "Tilgangur sambandsins er: a) að vinna að því, að Ísland taki að fullu öll sín mál í eigin hefnur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina. b) að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

SUS er samband allra svæðisbundinna sjálfstæðisfélaga ungs fólks á aldrinum 15 til 35 ára. Félögin eru 38 talsins, og af þeim er Heimdallur í Reykjavík stærsta félagið. Í félaginu eru milli 12.000-15.000 manns sem eiga aðild að félaginu í gegnum aðildarfélög víðsvegar um landið. Er sambandið því stærsta stjórnmálahreyfing landsins að að frátöldum Sjálfstæðisflokknum.

Sambandsþing eru haldin annað hvert ár í ágúst eða september þar sem formaður og 26 stjórnarmenn úr öllum kjördæmum landsins eru kjörnir til tveggja ára. Þess á milli eru haldin málefnaþing annað hvert ár. Stjórnin hittist að jafnaði mánaðarlega. Framkvæmdastjórn, sem fer með daglegan rekstur sambandsins kemur saman vikulega. Skrifstofa sambandins er í Valhöll við Háaleitisbraut 1, Reykjavík.

Núverandi formaður SUS er Viktor Pétur Finnsson en hann var kjörinn formaður á sambandsþingi SUS á Selfossi þann 17. september 2023.

Aðildarfélög Sambands ungra sjálfstæðismanna

breyta
Félag Staður
Þór Akranesi
Vörður Akureyri
Jörundur Blönduósi
Mímir Bolungarvík
FUS Dalasýslu
Verðandi Dalvík
Lögurinn Egilsstöðum
Hávarr Eskifirði
Njörður Fjallabyggð
Huginn Garðabæ
Loki Garði
Freyja Grindavík
Gjafi Grundarfirði
Stefnir Hafnarfirði
Fjölnir Hellu
Höfn Hornafirði
Mjölnir Húsavík
Bersi Hvammstanga
Askur Hveragerði
Fylkir Ísafirði
Týr Kópavogi
Viljinn Mosfellsbæ
Egill Mýrasýslu
Heimir Reykjanesbæ
Heimdallur Reykjavík
Víkingur Sauðárkróki
Hersir Selfossi
Baldur Seltjarnarnesi
Óðinn Seyðisfirði
Forseti Snæfellsbæ
Sif Stykkishólmi
Eyverjar Vestmannaeyjum
Hjörleifur Vík

Formenn SUS

breyta
Ár Formaður
1930-1932 Torfi Hjartarson, Reykjavík
1932-1934 Torfi Hjartarson, Reykjavík
1934-1936 Jóhann G. Möller, Reykjavík
1936-1938 Kristján Guðlaugsson, Reykjavík
1938-1940 Kristján Guðlaugsson, Reykjavík
1940-1943 Gunnar Thoroddsen, Reykjavík
1943-1945 Jóhann Hafstein, Reykjavík
1945-1947 Jóhann Hafstein, Reykjavík
1947-1949 Jóhann Hafstein, Reykjavík
1949-1951 Magnús Jónsson frá Mel, Skagafirði
1951-1953 Magnús Jónsson frá Mel, Skagafirði
1953-1955 Magnús Jónsson frá Mel, Skagafirði
1955-1957 Ásgeir Pétursson, Reykjavík
1957-1959 Geir Hallgrímsson, Reykjavík
1959-1961 Þór Vilhjálmsson, Reykjavík
1961-1963 Þór Vilhjálmsson, Reykjavík
1963-1965 Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði
1965-1967 Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði
1967-1969 Birgir Ísleifur Gunnarsson, Reykjavík
1969-1971 Ellert B. Schram, Reykjavík
1971-1973 Ellert B. Schram, Reykjavík
1973-1975 Friðrik Sophusson, Reykjavík
1975-1977 Friðrik Sophusson, Reykjavík
1977-1979 Jón Magnússon, Reykjavík
1979-1981 Jón Magnússon, Reykjavík
1981-1983 Geir Hilmar Haarde, Reykjavík
1983-1985 Geir Hilmar Haarde, Reykjavík
1985-1987 Vilhjálmur Egilsson, Reykjavík
1987-1989 Árni Sigfússon, Reykjavík
1989-1991 Davíð Stefánsson, Akureyri
1991-1993 Davíð Stefánsson, Akureyri
1993-1995 Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgarnesi
1995-1997 Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgarnesi
1997-1999 Ásdís Halla Bragadóttir, Reykjavík
1999-2001 Sigurður Kári Kristjánsson, Reykjavík
2001-2003 Ingvi Hrafn Óskarsson, Reykjavík
2003-2005 Hafsteinn Þór Hauksson, Reykjavík
2005-2007 Borgar Þór Einarsson, Reykjavík
2007-2009 Þórlindur Kjartansson, Reykjavík
2009-2011 Ólafur Örn Nielsen, Reykjavík
2011-2013 Davíð Þorláksson, Reykjavík
2013-2015 Magnús Júlíusson, Reykjavík
2015-2017 Laufey Rún Ketilsdóttir, Reykjavík
2017-2019 Ingvar Smári Birgirsson, Kópavogi
2019-2021 Halla Sigrún Mathiesen, Hafnarfirði
2021-2023 Lisbet Sigurðardóttir, Reykjavík
2023-2025 Viktor Pétur Finnsson, Hafnarfirði

Tenglar

breyta