Warren Buffett

Bandarískur fjárfestir

Warren Edward Buffett (f. 30. ágúst 1930) er bandarískur athafnamaður, fjárfestir og mannúðarvinur sem er formaður og framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway. Vegna mikillar velgengni sinnar í fjárfestingum er Buffett einn frægasti fjárfestir í heimi. Hann er stundum kallaður „véfréttin frá Omaha“ vegna mikillar forsjálni sinnar í fjárfestingum. Í desember 2023 voru eignir hans metnar upp á 120 milljarða Bandaríkjadala, sem gerði hann að níunda ríkasta manni í heimi.

Warren Buffett
Warren Buffett árið 2015.
Fæddur30. ágúst 1930 (1930-08-30) (93 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunPennsylvaníuháskóli
Háskólinn í Nebraska (BS)
Columbia-háskóli (MS)
Þekktur fyrirAð stofna Berkshire Hathaway og fyrir góðgerðastörf
FlokkurDemókrataflokkurinn
MakiSusan Thompson (g. 1952; d. 2004)
Astrid Menks (g. 2006)
Börn3
Undirskrift

Æviágrip breyta

Warren Buffett fæddist þann 30. ágúst árið 1930 í Omaha. Faðir hans var verðbréfasali og sat um skeið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings.[1] Hann útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Nebraska árið 1950 og hlaut framhaldsgráðu frá Columbia-háskóla ári síðar. Hann var þar nemandi virðisfjárfestisins Benjamins Graham.[2] Buffett varð fylgismaður hugmynda Grahams um öryggisvikmörk í fjárfestingum.[3]

Buffett hóf störf í fjárfestingum árið 1956 og varði þá alls 100 þúsund dölum. Um áratugi síðar keypti hann sig inn í vefnaðarfyrirtækið Berkshire Hathaway og hefur stýrt því síðan. Buffett breytti fyrirtækinu úr vefnaðarfélagi í alhliða fjárfestingarfélag. Á næstu áratugum fjárfesti Buffett í ýmsum fyrirtækjum og vörumerkjum, þar á meðal American Express árið 1963, The Washington Post árið 1973, Coca-Cola árið 1988 og Gillette árið 1989.[1] „Buffett-aðferðin“ í fjárfestingum er kennd við Warren Buffett, en hún felst í tólf reglum sem skipt er í fyrirtækjareglur, stjórnunarreglur og fjármálareglur.[4]

Árið 2006 lofaði Buffett því að gefa verulegan hluta auðæfa sinna til góðgerðamála. Hann gaf frá sér rúm­lega 123 millj­arða króna, eða um 870 millj­ón­ir doll­ara, til fjögurra fjölskyldurekinna góðgerðasjóða árið 2023.[5]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Ingimar Karl Helgason (9. júlí 2008). „Hugsaðu um það sem þú gerir“. Fréttablaðið. bls. 8-9.
  2. „Warren Buffett og hans framúrskarandi árangur“. Frjáls verslun. 1. október 2003. bls. 52-53.
  3. Gísli Kristjánsson (1. júlí 2013). „Sonur kreppunnar“. Frjáls verslun. bls. 8-10.
  4. Jón G. Hauksson (1. apríl 1995). „Reglur Buffetts við kaupin á Coca-Cola“. Frjáls verslun. bls. 36-43.
  5. „Gefur frá sér rúmlega 123 milljarða í góðgerðarmál“. mbl.is. 22. nóvember 2023. Sótt 4. janúar 2024.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.