• Forsíða
  • Handahófsvalið
  • Í nágrenninu
  • Skrá inn
  • Stillingar
  • Fjárframlög
  • Um Wikipediu
  • Fyrirvarar
Wikipedia

Gátt:Heimspeki

  • Tungumál
  • Vakta
  • Breyta
breytaHeimspekigátt
Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin

Heimspeki er glíma við grundvallarspurningar. Þeir sem fást við heimspeki kallast heimspekingar. Þeir reyna m.a. að skýra inntak og tengsl hugtaka og fyrirbæra á borð við sannleika, þekkingu, skoðun, eðli, orsök, dygð, frelsi, list og svo framvegis. Heimspekin er ekki einber opinberun einhverrar skoðunar, heldur er hún öðru fremur rökræða um þessar spurningar.

Það hefur reynst afar erfitt að finna skilgreiningu á heimspeki vegna þess hve margvíslegar hugmyndir hafa verið kallaðar heimspeki. Eigi að síður má reyna að lýsa einkennum hennar að einhverju marki. Penguin Dictionary of Philosophy skilgreinir heimspeki sem rannsókn á „almennustu og mestu grundvallarhugtökum og -lögmálum sem eru fólgin í hugsun, athöfnum og raunveruleikanum“.

Flestir heimspekingar eru sammála um að aðferð heimspekinnar felst í rökrænni orðræðu, enda þótt sumir heimspekingar hafi dregið í efa að maðurinn sé fær um rökhugsun, eins og henni er venjulega lýst.

The Penguin Encyclopedia segir að heimspeki sé frábrugðin vísindunum að því leyti að spurningum heimspekinnar sé ekki hægt að svara með tilraunum og athugunum og frábrugðin trúarbrögðum að því leyti að heimspekin leyfi ekki blinda trú eða opinberun. Um þetta má þó deila. Til dæmis segir í Oxford Dictionary of Philosophy: „Andi greinarinnar á síðari hluta 20. aldar ... kýs fremur að sjá heimspekilegar vangaveltur sem framhald af bestu venjum allra sviða vitsmunalegrar athugunar.“

Markmið heimspekinnar, samkvæmt Penguin Dictionary of Philosophy, er „hlutlaus öflun þekkingar hennar sjálfrar vegna“.

Upphaflega náði hugtakið heimspeki yfir mun víðara svið viðfangsefna en það gerir í dag. Til dæmis veltu forverar Sókratesar fyrir sér spurningum um uppruna og myndun alheimsins, eðli raunveruleikans og uppruna tegundanna. Þessar vangaveltur urðu að endingu að grunni náttúruvísindanna, sem nefndust áður „náttúruheimspeki“ eða „náttúruspeki“.

Með tilkomu háskólanna tók heimspekin á sig mynd fræðigreinar en frá og með 20. öld hefur hún einkum þrifist innan veggja háskólanna.

Lesa meira...


breytaUndirgreinar heimspekinnar
  • Rökfræði: Hvað er rökrétt? Hvað eru rök? Hvað eru gild rök? Hvað eru góð rök? Hvað eru sannfærandi rök? Hvað eru málefnaleg rök? Hvenær leiðir eina yrðingu af annarri?
  • Frumspeki: Hvernig hlutir eru til? Hvert er eðli þessara hluta? Er tíminn til? Er til guð?
  • Þekkingarfræði: Er þekking möguleg? Hvernig vitum við það sem við vitum? Hvernig vitum við að aðrir hugsi?
  • Málspeki: Hvað er tungumál? Hvað er merking? Hvað er tilvísun? Hvað er sannleikur? Hvað eru myndlíkingar?
  • Hugspeki: Hvað er mannshugurinn? Er hann efnislegur? Er hann andlegur? Hver eru tengsl hugar og líkama? Hvað er að vera maður sjálfur?
  • Athafnafræði: Hvað er athöfn? Hver er munurinn á athöfn og atburði? Geta athafnir og atburðir verið orsakir eða ástæður?
  • Siðfræði: Hvað er að breyta rétt og hvað er að breyta rangt? Hver er munurinn? Og af hverju eigum við að breyta rétt? Í hverju er hið góða líf fólgið?
  • Stjórnspeki: Hvað er réttlæti? Hvað er ranglæti? Hvers vegna eru til ríki og yfirvöld? Hvaða takmörk er yfirvöldum sett?
  • Réttarheimspeki: Hvers eðlis eru lög og lagasetning? Hvernig ættu lög að vera? Er til náttúruréttur eða einungis settur réttur?
  • Fagurfræði: Hvað er fegurð? Er til mælikvarði á smekk? Hvað er list? Er list merkingarbær? Í hverju er góð list fólgin? Er listinni takmörk sett?
  • Vísindaheimspeki: Hvað eru vísindi? Hvers konar ályktanir eru vísindalegar? Í hverju er vísndaleg aðferð fólgin?
  • Söguspeki: Hvert er eðli mannkynssögunnar? Hvert ætti að vera viðfang hennar, einstaklingar eða samfélög? Er mynstur í mannkynssögunni? Er framför? Eða afturför?
breytaValinn heimspekingur
Roderick M. Chisholm (fæddur 1916 í Seekonk í Massachusetts, dáinn 1999 í Providence, Rhode Island) var bandarískur heimspekingur sem er einkum þekktur fyrir verk sitt í þekkingarfræði, frumspeki, um frjálsan vilja og heimspeki skynjunar. Hann lauk Ph.D. gráðu við Harvard-háskóla undir leiðsögn Clarence Irving Lewis og kenndi við Brown University.

Fyrsta stóra rit Chisholms var kennslubók um þekkingarfræði sem nefndist Theory of Knowledge. Meginverk hans var Person and Object (titill bókarinnar vísar til rits W.V.O. Quines Word and Object).

Chisholm var a frumspekilegur hluthyggjumaður undir áhrifum frá Platoni og rökhyggjumaður í hefð G.E. Moore og Franz Brentano. Hann andmælti árásum Quines á hluthyggjuna, atferlishyggju hans og afstæðishyggju. Chisholm varði möguleikann á raunþekkingu með því að höfða til a priori lögmála í þekkingarfræði en af því leiddi að í flestum tilfellum er skynsamlegra að treysta á skilningarvit sín og minni heldur en að vantreysta þeim. Hann varði einnig möguleikann á inntaksmikilli sjálfsþekkingu og hluthyggju í siðfræði ekki ósvipaða þeirri sem W.D. Ross hélt fram. Meðal annarra bóka Chisholms ereu The Problem of the Criterion, Perception og A Realist Theory of the Categories en sennilega eru fjölmörgar tímaritsgreinar hans betur þekktar en nokkur bóka hans.

Lesa meira...
breytaValin mynd
Breski heimspekingurinn Bertrand Russell árið 1907.
Sjá eldri myndir
breytaStraumar og stefnur í heimspeki
Afstæðishyggja • Aukagetuhyggja • Dygðasiðfræði • Efahyggja • Efnishyggja • Eilífðarhyggja • Einhyggja • Endingarhyggja • Epikúrismi • Félagshyggja • Frjálshyggja • Fyrirbærafræði • Heimspeki hversdagsmáls • Hin skoska heimspeki heilbrigðrar skynsemi • Hluthyggja • Hughyggja • Kvenhyggja • Leikslokasiðfræði • Lýsingarhyggja • Löglaus einhyggja • Meginlandsheimspeki • Nafnhyggja • Nauðhyggja • Náttúruhyggja • Nútíðarhyggja • Nytjastefna • Nýplatonismi • Pyrrhonismi • Raunhyggja • Rökhyggja • Rökfræðileg raunhyggja • Rökgreiningarheimspeki • Sálfræðileg sérhyggja • Sérhyggja • Siðfræðileg sérhyggja • Sjálfsveruhyggja • Skólaspeki • Skyldusiðfræði • Skynsemissérhyggja • Smættarefnishyggja • Sneiðhyggja • Stjórnleysisstefna • Stóuspeki • Tilvistarstefna • Tómhyggja • Tvíhyggja
breytaHeimspekitenglar
  • Heimspeki á Vísindavefnum
  • Heimspekivefur Háskóla Íslands
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy
  • The Philosophical Gourmet Report
breytaVissir þú að...
... Michael Walzer er talinn vera einn af meginhugsuðum félagshyggjunnar?

... Alexander frá Afrodísías er talinn vera einn merkasti heimspekingur síðfornaldar?
... röksemdafærsla telst vera rétt í rökfræði ef og aðeins ef röksemdafærslan er gild og allar forsendur röksemdafærslunnar eru sannar?
... málgjörð er það sem menn gera með því að segja eitthvað?
... Søren Kierkegaard var danskur heimspekingur og guðfræðingur, sem er venjulega talinn faðir tilvistarspekinnar?
... Gagnrýni hreinnar skynsemi er af mörgum talið áhrifamesta og mikilvægasta rit í sögu vestrænnar heimspeki?
... heimspeki 17. aldar er almennt talin marka upphaf nútímaheimspeki og endalok miðaldaheimspekinnar og skólaspekinnar?
... neitun forliðar er rökvilla?
... helstu málsvarar hinnar skosku heimspeki heilbrigðrar skynsemi voru Thomas Reid og William Hamilton?

breytaValin grein um heimspeki
Raunhyggja er viðhorf í þekkingarfræði og vísindaheimspeki sem leggur áherslu á hlutverk reynslu í tilurð þekkingar.

Upprunalega voru raunhyggjumenn hópur forngrískra lækna en frægastur þeirra er efahyggjumaðurinn Sextos Empeirikos. Á 17. öld var breski heimspekingurinn John Locke helsti upphafsmaður nútíma raunhyggju. Locke hélt því fram að hugurinn væri tabula rasa („óskrifað blað“) sem reynslan fyllti út. Slík raunhyggja hafnar því að fólk hafi „meðfæddar hugmyndir“ eða að eitthvað sé þekkjanlegt án tilvísunar til reynslu.

Raunhyggju er oft stillt upp andspænis rökhyggju, sem kveður í grófum dráttum á um að þekking á grundvelli skynseminnar einnar og óháð allri reynslu sé möguleg. Ágreiningur raunhyggju- og rökhyggjumanna var þó flóknari en slík einföldun gefur til kynna enda voru allir helstu málsvarar rökhyggjunnar (René Descartes, Baruch Spinoza og Gottfried Leibniz) einnig málsvarar raunhyggju sem vísindalegrar aðferðar á sínum tíma. Enn fremur taldi Locke, fyrir sitt leyti, að suma þekkingu (t.d. á tilvist guðs) væri hægt að öðlast gegnum innsæi og skynsemina eina.

Lesa meira...
breytaHvað þarf að gera?
  • Skrifa greinar sem enn vantar
  • Lengja stubba
  • Lesa yfir greinar sem eru þegar komnar og bæta málfar og stafsetningu
  • Viðhalda greinum (sjá nýlegar breytingar á efni sem tengt er í á gáttinni)
  • Gera greinar að gæðagreinum eða úrvalsgreinum:
    • René Descartes
    • Epikúrismi
    • Gottlob Frege
    • Carl Hempel
    • Thomas S. Kuhn
    • Gottfried Wilhelm Leibniz
    • John Locke
    • Robert Nozick
    • Platon
    • Póseidóníos
    • Raunhyggja
    • Réttarheimspeki
    • Rökgreiningarheimspeki
    • Tilleiðsluvandinn
    • Tilvistarspeki
    • Ludwig Wittgenstein
breytaGæða- og úrvalsgreinar
Núverandi gæðagreinar:
  • John Stuart Mill
  • Karl Popper
  • Adam Smith

Núverandi úrvalsgreinar:

  • Heimspeki
  • David Hume
  • Sannleikur
s·r·b
Gáttir á Wikipediu

Finnland · Fornfræði · Heimspeki · Japan · Landafræði · Líftækni · Raunvísindi · Stærðfræði · Tölvuleikir

Hvað eru gáttir? · Úrvalsgáttir
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Gátt:Heimspeki&oldid=1398101“
Síðast breytt 11. mars 2013, kl. 16:19

Languages

    • አማርኛ
    • العربية
    • الدارجة
    • Azərbaycanca
    • تۆرکجه
    • Башҡортса
    • Беларуская (тарашкевіца)
    • Български
    • বাংলা
    • Brezhoneg
    • Català
    • Нохчийн
    • Cebuano
    • کوردی
    • Čeština
    • Deutsch
    • Zazaki
    • ދިވެހިބަސް
    • English
    • Español
    • Eesti
    • فارسی
    • Suomi
    • Français
    • Avañe'ẽ
    • עברית
    • हिन्दी
    • Magyar
    • Bahasa Indonesia
    • Italiano
    • 日本語
    • 한국어
    • Lëtzebuergesch
    • Lietuvių
    • Македонски
    • Bahasa Melayu
    • Nederlands
    • Kapampangan
    • Polski
    • پښتو
    • Português
    • Română
    • Русский
    • سنڌي
    • Taclḥit
    • Shqip
    • Српски / srpski
    • Svenska
    • தமிழ்
    • Тоҷикӣ
    • ไทย
    • Türkçe
    • Татарча / tatarça
    • Українська
    • اردو
    • Tiếng Việt
    • 中文
    • 文言
    • Bân-lâm-gú
    • 粵語
    Wikipedia
    • Þessari síðu var síðast breytt 11. mars 2013, klukkan 16:19.
    • Efnið er aðgengilegt undir CC BY-SA 4.0 nema annað komi fram.
    • Meðferð persónuupplýsinga
    • Um Wikipediu
    • Fyrirvarar
    • Code of Conduct
    • Notkunarskilmálar
    • Einkatölvuútgáfa
    • Forritarar
    • Tölfræði
    • Yfirlýsing vegna vefkakna