Sneiðhyggja er heimspekileg kenning um samsemd hluta. Sneiðhyggja felur í sér að hlutir séu fjórvíðir og hafi svonefndar tímasneiðar. Einingin í samsemd hlutar er fólgin í heild allra tímasneiða hans. Með öðrum orðum felur kenningin í sér að hluturinn í heild sinni sé hluturinn allur á öllum augnablikum sem hann er til, eins og ormur sem teygir sig yfir tíma (engu síður en rúm).

Til dæmis má ímynda sér að einhver sjái í dag hlut, til dæmis styttu. Viðkomandi sér ekki alla styttuna, heldur einungis þann hluta hennar sem fyllir eða nær yfir það tiltekna augnablik þegar viðkomandi horfir á hana. Aftur á móti er styttan í gær og ef til vill einnig styttan í dag hlutar af styttunni allri.

Sneiðhyggja gerir ráð fyrir eða felur í sér eilífðarhyggju um tímann.

Markverðir sneiðhyggjusinnar

breyta

Heimildir og frekara lesefni

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Perdurantism“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. febrúar 2007.
  • Johnston, M., „Is there a Problem about Persistence?“, Proceedings of the Aristotelian Society Supplementary Volume 61 (1987): 107-35.
  • McKinnon, N., „The Endurance/Perdurance Distinction“, The Australasian Journal of Philosophy 80 (3) (2002): 288-306.
  • Merricks, T., „Persistence, Parts and Presentism“, Nous 33 (1999): 421-38.
  • Sider, T., Four-Dimensionalism (Oxford: Clarendon Press, 2001).
  • Zimmerman, D., „Persistence and Presentism“, Philosophical Papers 25 (1996): 2.

Tengt efni

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.