Gáttir eru eitt nafnarýma Wikipediu og hafa þann tilgang að safna saman skyldu efni í alfræðiritinu á yfirlitssíður þar sem lesendur geta fengið yfirsýn yfir tiltekið efnissvið. Gáttir á íslensku Wikipediu eru enn sem komið er fáar og bjóða flestar ekki upp á sérlega mikið efni en hver sem er (líka þú!) getur auðvitað breytt því. Allar gáttir íslensku Wikipediu eru á þessari kerfissíðu en annars eru þær helstu sem hér segir:

Ekki gilda um það sérstakar reglur um það hvað gáttir mega fjalla um en notendur sem vilja stofna nýja gátt ættu að hugsa sig vandlega um fyrst. Það má hugsa sér að gátt sé sýningargluggi að efninu á Wikipediu þannig að gáttin getur aldrei orðið merkilegri en sú umfjöllun sem er til staðar fyrir í greinum alfræðiritsins. Fyrst þarf að byggja upp almennilega umfjöllun um efnissviðið, helst þannig að til séu nokkrar gæða- eða úrvalsgreinar um það, áður en lagt er í að búa til gátt um það. Það getur einnig verið töluvert viðvarandi viðhald sem fylgir gáttum þannig að ekki ætti að stofna þær ef notandinn ætlar sér ekki að fylgja því eftir um fyrirsjáanlega framtíð. Óvirkum og efnislitlum gáttum verður líklega eytt.