Nauðhyggja
Nauðhyggja eða löghyggja er sú heimspekilega kenning að allt sem gerist, þar með taldar mannlegar athafnir, ráðist af undanfarandi orsökum. Samkvæmt kenningunni eru engar tilviljanir. Kenningin vekur upp spurningar um frelsi viljans. Samkvæmt svokallaðri „harðri nauðhyggju“ er frelsi viljans tálsýn en þeir sem aðhyllast svokallaða „mjúka nauðhyggju“ telja að frjáls vilji sé samrýmanlegur nauðhyggju.
Heimildir og ítarefni
breyta- Atli Harðarson, „Frjáls vilji”, Afarkostir, (Háskólaútgáfan: Reykjavík, 1995).
- Atli Harðarson, „Vélin maður”, Afarkostir, (Háskólaútgáfan: Reykjavík, 1995).
- Bobzien, Susanne, Determinism and Freedom in Stoic Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 1998).