Athafnafræði er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um kenningar um ferlið sem liggur á bakvið mannlegar athafnir sem slíkar, til að mynda um ástæður til breytni. Þessi undirgrein felur meðal annars í sér þekkingarfræði, siðfræði, frumspeki, réttarheimspeki og hugspeki. Þeir sem fást við athafnafræði kallast athafnafræðingar og hefur fræðin vakið mikla athygli allt frá dögum Aristótelar og útgáfu hans á Siðfræði Níkomakkosar (nánar tiltekið III. bók). Með nýtilkomu viðeigandi tilrauna í sálfræði og taugavísindum er nú hægt að rannsaka margar kenningar í athafnafræði með vísindalegum aðferðum.

Yfirlit

breyta

Stundum er athafnafræðinni lýst með tilvitnun í Ludwig Wittgenstein: „Hvað er eftir ef ég dreg þá staðreynd að hönd mín fer upp frá þeirri staðreynd að ég lyfti hendi minni?“

Gátur athafnafræðinnar innan hefðar rökgreiningarheimspekinnar eru m.a.:

  • Hver eru tímamörk athafnar? Getur athöfn t.d. lokið áður en afleiðing hennar kemur fram?
  • Er athöfn það sama og líkamleg hreyfing? Getur ein og sama hreyfingin undir ólíkum lýsingum verið ólíkar athafnir?
  • Er tiltekin athöfn það sama og tiltekinn atburður? Getur einn og sami atburðurinn undir ólíkum lýsingum verið ólíkar athafnir?
  • Hvernig ber að skýra eða réttlæta athafnir? Verða að vera orsakatengsl á milli útskýringarinnar og athafnarinnar (eins og bandaríski heimspekingurinn Donald Davidson lagði til)? Hvernig koma ætlanir gerandans málinu við?

Aðrar vangaveltur sem upp hafa komið í sambandi við athafnafræðina eru m.a.:

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Philosophy of action“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. maí 2018.

  • Mele, Alfred (ritstj.), The Philosophy of Action (Oxford: Oxford University Press, 1997).
  1. timarit.is/view_page_init.jsp?issId=318254&pageId=4965185&lang=is