Trúarbrögð eru trú á yfirnáttúrulegar verur, guði eða dýrlinga ásamt siðfræði, venjum og jafnvel stofnunum tengdum trúnni. Víðari skilgreining er að trúarbrögð sé skýring á sambandi mannsins við alheiminn sem hann þrífst í. Trúarbrögð geta verið allt frá stórri skipulagðri stofnun eins og kaþólsku kirkjunni (sem byggir á eingyðistrú, rithefð og sterku félagslegu skipulagi) til trúarbragða ýmissa ættbálka í Afríku og Ástralíu (sem eru fjölgyðistrúar, byggja á munnlegri hefð og hafa yfirleitt fremur óformlegt skipulag) til þeirrar trúar að ekkert guðlegt afl sé til (guðleysi eða sterkt trúleysi, sem ekki má rugla saman við veikt trúleysi eða vantrú). Með fullri vissu má þó segja að flest trúarbrögð feli í sér trú á eitthvert form af guði eða skyldu afli.

Kort af útbreiðslu helstu trúarbragða í dag
Kort af útbreiðslu helstu trúarbragða í dag
Ýmis trúartákn
Ýmis trúartákn

Það er talið að séu um 10.000 trúarbrögð í heiminum. Fjölgyðistrú var hið dæmigerða trúarbragðaform fyrir útbreiðslu kristni og íslam. Sem dæmi eru flest form af hindúisma, fjölgyðistrú, og er hindúismi elsta (fjölgyðis) trúin stunduð í nútímanum.

Fjölmennustu trúarbrögð heims breyta

Fimm fjölmennustu trúarbrögð heims eru eftirfarandi (tölurnar eru fjöldi fylgjenda):

  1. Kristni - 2,1 milljarður
  2. Íslam - 1,4 milljarðar
  3. Trúlausir, guðlausir og aðrir utan trúfélaga - 1,1 milljarður
  4. Hindúismi - 900 milljónir
  5. Hefðbundin kínversk trúarbrögð - 394 milljónir (Í raun ekki ein trúarbrögð, heldur samsafn ýmissa)
  6. Búddismi - 376 milljónir

Séu trúlausir og guðlausir ekki taldir saman sem ein trúarbrögð er í fimmta sæti búddismi með 376 milljónir fylgjenda.

Tenglar breyta

 
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  • „Hvernig urðu öll trúarbrögð til?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?“. Vísindavefurinn.