Guðfræði er sú fræðigrein sem á vísindalegan hátt fæst við trúarbrögð, andleg málefni og Guð. Í dag er orðið einkum notað í kristnu samhengi og vísar það þá yfirleitt til þeirra fræða sem kristnir guðfræðingar iðka. Vissulega er orðið notað innan annarra trúarhefða, sér í lagi eingyðistrúarbragða, en alls ekki jafn oft og í kristni. Orðið sjálft, guðfræði, á uppruna sinn í hinum forna gríska menningarheimi en merking þess breyttist hægt og bítandi er kristnir höfundar fornaldar fóru að nota það í verkum sínum.

Svið guðfræðinnar

breyta

Kristinni guðfræði má skipta niður í ólík fræðasvið en skiptingin er ólík og misnákvæm eftir háskólum. Meðal fræðasviða innan guðfræðinnar má nefna:

Saga hugtaksins

breyta
 • Í klassískum grískum bókmenntum var orðið guðfræði notað um þau fræði er fjölluðu um guðina og eðli heimsins.
 • Aristóteles skipti fræðilegri heimspeki upp í stærðfræði (maþematike), náttúrufræði (fysike) og guðfræði (þeologike). Guðfræði merkti þá einhvers konar frumspeki sem fjallaði m.a. um eðli hins guðlega.
 • Rómverjinn Varro, sem uppi var á 2. og 1. öld f. Kr. skipti umræðum um hið guðlega í þrennt: mýtíska guðfræði (fjallaði um grískar goðsögur), röklega guðfræði (heimspekileg greining á guðunum og eðli heimsins) og borgaraleg guðfræði (um skyldur borgaranna gagnvart trú og helgisiðum)
 • Kristnir höfundar undir áhrifum hellenískrar menningar hófu að nota hugtakið um fræðastörf sín og má sjá hugtakið t.a.m. í fyrirsögn á Opinberunarbók Jóhannesar.
 • Hugtakið var notað á ólíkan hátt meðal kristinna rithöfunda.
  • Tertúllíanus og Ágústínus notuðu hugtakið á svipaðan hátt og Varro (sjá að ofan)
  • Í ýmsum grískum heimildum frá tímum kirkjufeðranna (100-451) má finna notkun á hugtakinu guðfræði sem vísar til umfjöllunar um eðli og störf Guðs.
  • Í enn öðrum heimildum frá sama tímabili er guðfræði notuð yfir þá umræðu sem spratt upp á þessum tíma um eðli Jesú (samband hins guðlega og mannlega eðlis).
  • Á miðöldum gat hugtakið einfaldlega vísað til Biblíunnar og þá í þeim skilningi að guðfræði (theologia) væri það sem segði frá Guði og verkum hans, þ.e. Biblían.
  • Innan skólaspekinnar var hugtakið notað um rannsóknir á kristnum kenningum.
 • Í dag er orðið guðfræði yfirleitt notað yfir vísindalegar rannsóknir á einstökum trúarbrögðum og þeim kenningum sem upp hafa sprottið innan þeirra. Margir líta þó á guðfræði sem einskorðaða við kristni og á hugtakið þá við þau fræði sem fást við eitt allsherjar goðmagn, Guð, sem er miðlægur í hinum trúarlega þankagangi.

Guðfræðin og akademían

breyta

Örðugt er að líta framhjá tengslum guðfræðinnar við akademíuna og upphaf háskólanna. Flestir háskólar sem stofnaðir eru fyrir Upplýsingu spruttu úr jarðvegi klausturhreyfinga og kirkjuskóla hámiðalda (t.d. Parísarháskóli og Oxford-háskóli). Þessir skólar voru stofnaðir til að þjálfa unga menn til að þjóna kirkjunni með iðkun guðfræði og lögfræði. Guðfræðin var alltaf meginviðfangsefni innan skólanna og var hún kölluð Drottning vísindanna því allar aðrar fræðigreinar skyldu vera notaðar til stuðnings og þjónustu við hana. Menn geta þó deilt um hversu viðeigandi sú nafngift er í dag. Staða guðfræðinnar í háskólasamfélaginu breyttist í Upplýsingunni en þá var farið að kenna fleiri fræðigreinar án þess að leggja sérstaka áherslu á tengsl þeirra við guðfræði.

Guðfræðistefnur

breyta

Í gegnum tíðina hafa margar stefnur sprottið fram innan kristinnar guðfræði og hefur 20. öldin verið afskaplega frjósöm í þeim efnum. Hér að neðan má sjá helstu hreyfingar innan guðfræðinnar en athugið að listinn er ekki tæmandi.

Heimildir

breyta