Dygð
Dygð eða dyggð (latína virtus; gríska ἀρετή) er siðferðilegt ágæti manneskju. Dygð er skapgerðareinkenni sem er talið jákvætt. Andstæðan er nefnd löstur.
Dygðir
breytaÍ fornöld voru dygðir meginkjarni allrar siðfræði. Dygðir voru taldar vera ýmist vitrænar eða siðrænar.
- Meðal vitrænna dygða má nefna:
- νοῦς τῶν ἀρχῶν (nous tōn arkhōn) - skilningur
- ἐπιστήμη (epistēmē) - þekking
- σοφία (sofía) - viska
- φρόνησις (fronēsis) - hyggindi
- Helstu siðrænu dygðirnar voru:
- ἀνδρεία (andreia) - hugrekki
- σωφρoσύνη (sōfrosynē) - hófstilling
- ἐλευθεριότης (elevþeriotēs) - veglyndi
- μεγαλoπρεπεία (megaloprepeia) - stórlyndi
- μεγαλoψυχία (megalopsykhia) - mikillæti
- φιλoτιμία (filotimia) - mátulegur metnaður
- εὐτραπελία (evtrapelia) - háttvísi
- ἀληθεία (alēþeia) - sannsögli
- φιλία (filia) - vinátta
- δικαιoσύνη (dikaiosynē) - réttlæti