A priori
A priori er þekkingarfræðilegt hugtak. A priori-þekking er þekking sem byggir ekki á reynslu, til dæmis rökfræðileg og stærðfræðileg sannindi. Dæmi um a priori-þekkingu væri til dæmis að 2+5=7 eða að háskólanemandi nemi við háskóla. Umdeilt er innan þekkingarfræðinnar hvort a priori-þekking sé möguleg.
Orðasambandið A priori er tekið úr latínu og er notað sem lýsingarorð.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „A priori and a posteriori (philosophy)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. júlí 2006.