François-Auguste-René Rodin (12. nóvember 184017. nóvember 1917) var franskur myndhöggvari. Hann var úr verkamannafjölskyldu en fékk ungur áhuga á myndlist. Hann ferðaðist til Ítalíu 1875 og varð fyrir miklum áhrifum frá verkum Michelangelos. Fyrstu verk hans sem sýnd voru opinberlega fengu á sig þá gagnrýni að þau væru of raunsæ og hann var ásakaður fyrir að taka mót af lifandi fólki. Þetta varð til þess að hann gætti þess síðar að hafa höggmyndir sínar ekki í réttri stærð. Með tímanum varð hann vinsæll meðal auðmanna í Frakklandi og víðar og fékk fjölda verkefna við gerð minnismerkja og brjóstmynda. Á heimssýningunni 1900 fékk hann sinn eigin bás en um aldamótin var hann orðinn einn af þekktustu listamönnum Frakklands og var með stóra vinnustofu með hóp nemenda og aðstoðarfólks. Upp úr aldamótunum fékkst hann einkum við að gera risaútgáfur af fyrri verkum sínum eins og Hugsuðinum. 1905 gerðist Rainer Maria Rilke einkaritari hans í eitt ár.

Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.