Hughyggja er sú heimspekilega skoðun að umheimurinn samanstandi af hugmyndum frekar en efni og er hægt að stilla henni upp sem andstæðu efnishyggjunnar.

Orðið „hughyggja“ er bæði notað sem þýðing á „idealism“ og „subjectivism“.

Hughyggjan gengur út á það að heimurinn sé huglægur. Frægasta útfærslan á hugmyndinni kemur frá George Berkeley (1685 - 1753) en hann sagði að heimurinn væri ekkert annað en skynjun og það sem er til er einungis það sem menn skynja. Kenningu Berkleys er oft lýst með orðunum: „Esse est percipi“ eða „að vera er að vera skynjaður“. Andstæða hughyggjunnar er hluthyggja.

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?“. Vísindavefurinn 21.6.2001. http://visindavefur.is/?id=1725. (Skoðað 21.3.2014).

Tengt efni

breyta