Nýplatonismi er sú platonska heimspeki nefnd sem varð til á 3. öld e.Kr. en hugtakið nýplatonismi varð þó ekki til sem heiti á þessari heimspeki fyrr en á 18. öld;[1] fram að þeim tíma nefndist hún einfaldlega platonismi. Heimspeki þessi byggði á kenningum forngríska heimspekingsins Platons og var einkum mótuð af Plótínosi.[2] Meðal annarra mikilvægra nýplatonista má nefna Porfyríos, Jamblikkos og Próklos

Nýplatonismi hafði gríðarlega mikil áhrif á frumkristni, meðal annars hugsuði á borð við Ágústínus frá Hippó, pseudo-Díonýsíos, Bóethíus, Johannes Scotus Eriugena og Bonaventura. Einnig hafði nýplatonismi mikil áhrif á íslamska hugsuði og gyðinglega heimspekinga, svo sem al-Farabi og Maímonídes og naut auk þess mikilla vinsælda á Ítalíu á endurreisnartímanum.

Heimspeki

breyta

Samkvæmt nýplatonismanum trónir hið Eina eða frummynd hins góða (sem er sama verundin) á toppi stigveldis raunveruleikans. Hið Eina — eða veran sjálf — er uppspretta alls sem er og getur af sér, líkt og spegilmynd af sjálfri sér, Hugann (nous) — en Hugurinn geymir heim frummyndanna. Heimssálin er svo eftirmynd Hugans rétt eins og Hugurinn er afurð hins Eina. Heimssálin getur síðan af sér verundir efnisheimsins, sem annars er ekki til. Raunveruleikinn er því ein heild, lifandi og gædd sál. Sálin vill sleppa úr haldi efnisheimsins og snúa aftur til uppruna síns, Hugans.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Robert Bolton, „Person, Soul and Identity. A Neoplatonic Account of the Principle of Personality“
  2. Lloyd Gerson „Plotinus“ í Stanford Encyclopedia of Philosophy (2008). Skoðað 23. júlí 2009.

Heimildir og frekari fróðleikur

breyta
  • Dillon, John. The Middle Platonists (Ithaca: Cornell University Press, 1977).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson. Plotinus on Intellect (Oxford: Oxford University Press, 2007).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson. Plotinus on Sense-Perception: A Philosophical Study (Cambridge: Cambridge University Press, 1988).
  • Gerson, Lloyd P. Plotinus (London: Routledge, 1994).
  • Gerson, Lloyd P. (ritstj.). The Cambridge Companion to Plotinus (Cambridge: Cambridge University Press, 1996).
  • Hadot, Pierre. Plotinus, or The Simplicity of Vision. M. Chase (þýð.) (Chicago: University of Chicago Press, 1993).
  • Remes, Pauliina. Neoplatonism (Los Angeles: University of California Press, 2008).

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta