Gild röksemdafærsla

Í rökfræði er röksemdafærsla gild ef og aðeins ef niðurstöðuna leiðir af forsendunum, en annars er hún ógild. Gert er ráð fyrir að af sönnum forsendum leiði aldrei ósannindi og því gildir að ef röksemdafærsla er gild, þá er ómögulegt að forsendurnar séu sannar en niðurstaðan ósönn. Ef form röksemdafærslunnar er slíkt að það er hægt að finna a.m.k. eitt dæmi þess að röksemdafærsla á því formi hafi einungis sannar forsendur en jafnframt ósanna niðurstöðu, þá er röksemdafærslan ógild.

Íhugið form eftirfarandi röksemdafærslu:

Öll P eru Q
A er P
A er þar af leiðandi Q

Röksemdafærslur á þessu formi eru gildar; það er ómögulegt að forsendurnar séu báðar sannar en niðurstaðan jafnframt ósönn.

Annað dæmi um form gildrar röksemdafærslu:

Ef P, þá Q
Ef Q, þá R
P
Þess vegna R

Heimild

breyta

Tengt efni

breyta

Gildar ályktunarreglur

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvenær er rökfærsla sönn?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað eru skynsamleg rök?“. Vísindavefurinn.