Gagnrýni hreinnar skynsemi

Kritik der reinen Vernunft eða Gagnrýni hreinnar skynsemi er rit um heimspeki eftir þýska heimspekinginn Immanuel Kant (1724-1804). Kant hóf að semja ritið árið 1770 en það kom fyrst út árið 1781 og önnur endurskoðuð útgáfa árið 1787. Ritið er oft nefnt „fyrsta gagnrýnin“ en Kant fylgdi verkinu eftir með Gagnrýni verklegrar skynsemi (Kritik der praktischen Vernunft) (1788) og Gagnrýni dómgreindar (Kritik der Urteilskraft) (1790).

Titilsíða fyrstu útgáfunnar.

Gagnrýni hreinnar skynsemi er af mörgum talin áhrifamesta og mikilvægasta rit Kants og áhrifamesta og mikilvægasta rit í sögu vestrænnar heimspeki. Í verkinu reynir Kant að brúa bilið milli rökhyggju og raunhyggju og að bregðast við raunhyggju Johns Locke (1632-1704) og ekki síst róttækri raunhyggju Davids Hume (1711-1776), sem Kant kvað hafa „vakið sig af kreddublundi“.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.