Málspeki
Málspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um tungumálið. Málspekin fæst aðallega við eðli merkingar, tilvísunar, málnotkunar, máltöku, skilnings, túlkunar þýðingar og sannleika og samskipta.
Fimm grundvallarspurningar eru miðlægar í málspeki:
- Hvernig eru setningar settar saman í merkingarbæra heild og í hverju er merking hluta þeirra fólgin?
- Hvert er eðli merkingar? (Nákvæmlega hvað er' merking?)
- Hvað gerum við með tungumáli? (Hvernig notum við það félagslega? Hver er tilgangur tungumáls?)
- Hver eru tengsl máls og hugar, bæði hjá mælanda og túlkanda?
- Hver eru tengsl máls og heims?
Málspekingar láta sig ekki merkingu einstakra orða og setninga varða nema að óverulegu leyti og á óbeinan hátt. Næsta orðabók leysir þann vanda. Málspekingar hafa öllu heldur áhuga á spurningunni hvað það merki að setning merki eitthvað. Hvers vegna merkja setningar það sem þær merkja? Hvaða setningar hafa sömu merkingu og aðrar setningar og hvers vegna? Hvernig er hægt að þekkja þessa merkingu? Og ef til vill er einfaldasta spurningin „Hvað merkir orðið ‚merking‘?“
Heimspekingar velta einnig mikið fyrir sér tengslunum á milli merkingar og sannleika. Þeir hafa sjaldnast áhuga á að vita hvaða setningar eru í raun sannar, heldur vilja þeir fremur komast að raun um hvers konar merkingarberar geti verið sannir eða ósannir.
Mikilvægir hugsuðir í málspeki
breytaMeðal áhrifamestu og mikilvægustu hugsuða í málspeki eru:
- Platon og Aristóteles - forngrískir heimspekingar
- Ferdinand de Saussure - upphafsmaður strúktúralismans
- John Stuart Mill - áhrifamikill hugsuður um tilvísun
- Ludwig Wittgenstein - einn áhrifamesti málspekingur 20. aldar
- Ernst Cassirer - setti fram kenningu um tungumál sem hluta að almennri kenningu um formleg tákn
- Walter Benjamin, Martin Heidegger - heimspekingar innan Humboldt hefðarinnar
- Charles Peirce, Umberto Eco - málsvarar heimspekilegrar táknfræði
- Gottlob Frege, Bertrand Russell, Saul Kripke, Richard Montague - rökgreiningarheimspekingar
- Noam Chomsky og Jerry Fodor - rökhyggjuhneigðir hugsuðir
- Keith Donnellan, Jürgen Habermas, Gilbert Ryle, J.L. Austin, H.P. Grice, og John Searle - málspekingar sem leggja áherslu á notkun
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Concepts“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Intentionality“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Language of Thought Hypothesis“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Reference“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Frege and Language“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Truth“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Truth, Prosentential Theory of“
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Philosophy of language“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. nóvember 2005.
- Collins, John. (2001). http://www.sorites.org/Issue_13/collins.htm
- Gauker, Christopher. Zero Tolerance for Pragmatics. http://asweb.artsci.uc.edu/philosophy/gauker/ZeroTolerance.pdf Geymt 14 febrúar 2006 í Wayback Machine
- Greenberg, Mark og Harman, Gilbert. Conceptual Role Semantics (2005). http://www.princeton.edu/~harman/Papers/CRS.pdf
- Hale, B. og Crispin Wright (ritstj.). Blackwell Companions To Philosophy (Malden, Mass.: Blackwell Publishers, 1999).
- Lycan, W. G. Philosophy of Language: A Contemporary Introduction (New York: Routledge, 2000).
- Miller, James. (1999). http://archives.econ.utah.edu/archives/pen-l/1999m12.1/msg00185.htm Geymt 12 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Mwihaki, Alice. (2004). http://www.ifeas.uni-mainz.de/SwaFo/SF11Mwihaki.pdf Geymt 21 febrúar 2006 í Wayback Machine
- Stainton, Robert J. Philosophical perspectives on language (Peterborough, Ont.: Broadview Press, 1996).
- Tarski, Alfred. The Semantical Conception of Truth (1944). http://www.ditext.com/tarski/tarski.html
- Glossary of Linguistic terms. http://www.sil.org/linguistics/GlossaryOfLinguisticTerms/contents.htm Geymt 16 maí 2010 í Wayback Machine