Málspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um tungumálið. Málspekin fæst aðallega við eðli merkingar, tilvísunar, málnotkunar, máltöku, skilnings, túlkunar þýðingar og sannleika og samskipta.

Fimm grundvallarspurningar eru miðlægar í málspeki:

  • Hvernig eru setningar settar saman í merkingarbæra heild og í hverju er merking hluta þeirra fólgin?
  • Hvert er eðli merkingar? (Nákvæmlega hvað er' merking?)
  • Hvað gerum við með tungumáli? (Hvernig notum við það félagslega? Hver er tilgangur tungumáls?)
  • Hver eru tengsl máls og hugar, bæði hjá mælanda og túlkanda?
  • Hver eru tengsl máls og heims?

Málspekingar láta sig ekki merkingu einstakra orða og setninga varða nema að óverulegu leyti og á óbeinan hátt. Næsta orðabók leysir þann vanda. Málspekingar hafa öllu heldur áhuga á spurningunni hvað það merki að setning merki eitthvað. Hvers vegna merkja setningar það sem þær merkja? Hvaða setningar hafa sömu merkingu og aðrar setningar og hvers vegna? Hvernig er hægt að þekkja þessa merkingu? Og ef til vill er einfaldasta spurningin „Hvað merkir orðið ‚merking‘?“

Heimspekingar velta einnig mikið fyrir sér tengslunum á milli merkingar og sannleika. Þeir hafa sjaldnast áhuga á að vita hvaða setningar eru í raun sannar, heldur vilja þeir fremur komast að raun um hvers konar merkingarberar geti verið sannir eða ósannir.

Mikilvægir hugsuðir í málspeki breyta

Meðal áhrifamestu og mikilvægustu hugsuða í málspeki eru:

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

Heimildir breyta